Já loksins loksins. Langþráð breyting. Tölvan er loksins komin. Nú get ég legið á netinu þar til barnið kemur.
Ég er búin að skána mikið í bakinu. Á morgun fer ég svo í nálastungu, og vona að Eygló mín geri kraftaverk fyrir mig. Ég allavega kvíði ekki fæðingunni miðað við ástandið núna.
Arnar er búinn að finna sína innri konu. Hann er búinn að standa sig hrikalega vel í húsmóðurstörfunum. Á sunnudaginn fór hann og keypti vöggu handa barninu, fór í bakarí og keypti í kvöldmatinn. Sópaði og skúraði og eldaði svo lambalæri og með því. Hann hefur svo séð um að skutla og sækja Ara í leikskólan, elda og vaska upp. Ekkert smá duglegur, ég er svo stolt af honum.
Rútinan á daginn hjá mér er eitthvað voða furðuleg þessa dagana:
Vakna milli 7.30 -8 með Ara og Arnari. Gef Ara að borða og klæði hann á meðan Arnar tekur sig til (reyndar bara tvo síðustu morgna, komst ekkert fram úr hina morgnana).
Fer í bað til að skola af mér nætursvitan og mýkja upp bakvöðvana.
Fer og legg mig.
Vakna um hádegisbil, fæ mér hádegismat og horfi á hádegisfréttir ef þær eru ekki búnar.
Ligg áfram í sófanum og reyni að finna eitthvað í sjónvarpinu. Sofna svo yfir sjónvarpinu.
Um 3 leitið geri ég eitthvað smá eins og að setja í eina þvottavél eða svo.
Milli 16-17 koma strákarnir mínir heim.
Ég og Ari horfum á sjónvarp eða förum í playstation meðan Arnar reynir að vinna heima.
Arnar og Ari fara og elda kvöldmat og ég fæ að vafra í vinnutölvunni hans Arnars.
Ég fæ kvöldmat.
Hjálpa til að setja Ara í náttfötin og Arnar kemur svo og les tvær bækur fyrir mig og Ara (Ari sefur enn uppí).
Þegar Ari er sofnaður fer ég í bað nr. 2.
Kíki svo aðeins á sjónvarpið og í tölvuna.
Fer að sofa.
Vakna 2 klst síðar með hósta.
Hita sítrónu-hunangsvatn og horfi á sjónvarpið í 2 klst.
Sofna fljótt ef hóstinn er farinn.
Já þetta er mjög mikil dagskrá hjá mér. Reyndar þarf ég að fara út úr húsi á morgun. Þarf líka að fara í mæðraskoðunina. Verður eitthvað minna um svefn. Barnið nennir örugglega ekkert út í þessu letilífi. Annars sagði puttinn minn að ég myndi eiga 6. mars. Spurning hversu góð "loka-augum-og-benda" aðferðin er.
kv. Elsa letipúki