Konurugl

Thursday, March 06, 2008

Langur dagur í gær

Gærdagurinn var langur, ekkert letilíf. Náði ekkert að leggja mig fyrir mæðraskoðunina. Eins og vanalega kom allt mjög vel út. Ég þyngdist reyndar slatta 1,5 kíló, en eitthvað á bjúgurinn þátt í því, enda bles ég út á þriðjudaginn. Ég varð eiginlega bara pínu hrædd þegar hún fór að tala um að ég myndi bara koma í tvær skoðanir í viðbót, og svo yrði ég sett í gangsetningarferli. Allt í einu er það orðinn möguleiki. Núna er ég búin að fara í 1 fleiri skoðanir en með Ara. Annars finnst mér ólíklegt að þetta dragist eitthvað mikið á langinn. Samdrættirnir og verkirnir aukast með hverjum degi sem líður. Er búin að vera með túrverki frá því ég vaknaði, og samdrætti af og til. Miklu meira að gerast heldur en síðastliðna daga.

Ég fór í nálastungu eftir hádegið. Fékk viðeigandi meðferð á bakinu, en svo stalst hún til að setja á nokkra punkta sem geta komið manni af stað. Hún notaði reyndar bara fínar nálar, sem eru með minni virkni. Ef ekkert gerist núna, þá á ég að hringja í hana eftir helgi og við ákveðum hvenær ég fæ stóru bombuna.

Bakið er orðið mjög fínt. Hóstinn nánast farinn, bara einstaka gelt. Þarf ekki lengur að koma mér í stellingar áður en ég get hóstað. En vá hvað grindin fór í gær. En það er allt í lagi, því ég veit að ég á ekki eftir að finna fyrir henni í fæðingunni. Þarf bara að passa mig að hvíla mig.

Ég miða allt út frá síðustu fæðingu. Ef ég er ekki byrjuð að fá reglulega verki kl. 13 á daginn, þá er ég umsvifalaust búin að afskrifa þann dag :-) Ef ég verð ekki vör við slímtappa þegar ég vakna á morgnana, þá er ég líka nánast búin að afskrifa þetta, en held í vonina fram til kl.13.

jæja best að gera eitthvað smá að viti

kv. Elsa 39v4d

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home