Konurugl

Saturday, February 23, 2008

Aukavinna

Ég er mikið búin að velta fyrir mér síðasta sólahringinn um hvort ég eigi að taka að mér smá aukavinnu í fæðingarorlofinu. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn. Það bráðvantar þjálfara fyrir íslenska landsliðið í handbolta. Ég tel mig hafa allt sem þarf. Ég vil sigur fyrst og fremst og mun koma liðinu til að skilja það hugtak. Þetta er líka þægilegt upp á taka barnið með. Læt bara strákana hlaupa smá og kasta á markið og svona á meðan ég set á brjóstið. Svo hlýtur ljósa hárið mitt að geta haft einhver truflandi áhrif á nokkrar þjóðir sem við þurfum að spila við. Já ég held ég verði bara að láta þessa HSÍ kalla vita af áhuga mínum.

kv. Elsa næsti landsliðsþjálfari

1 Comments:

  • Þú hefur minn stuðning í baráttunni við að ná þjálfarastöðunni. Er tilbúin að veita sérfræðiráðgjöf í handboltafræðum ef þú strandar í leikfléttugerðinni, þar sem mín handbolta reynsla er alveg sérlega yfirgripsmikil!! :D
    Gangi þér vel í boltanum.
    Kv. Lína

    By Anonymous Anonymous, At 2:34 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home