Aukavinna
Ég er mikið búin að velta fyrir mér síðasta sólahringinn um hvort ég eigi að taka að mér smá aukavinnu í fæðingarorlofinu. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn. Það bráðvantar þjálfara fyrir íslenska landsliðið í handbolta. Ég tel mig hafa allt sem þarf. Ég vil sigur fyrst og fremst og mun koma liðinu til að skilja það hugtak. Þetta er líka þægilegt upp á taka barnið með. Læt bara strákana hlaupa smá og kasta á markið og svona á meðan ég set á brjóstið. Svo hlýtur ljósa hárið mitt að geta haft einhver truflandi áhrif á nokkrar þjóðir sem við þurfum að spila við. Já ég held ég verði bara að láta þessa HSÍ kalla vita af áhuga mínum.
kv. Elsa næsti landsliðsþjálfari
kv. Elsa næsti landsliðsþjálfari


1 Comments:
Þú hefur minn stuðning í baráttunni við að ná þjálfarastöðunni. Er tilbúin að veita sérfræðiráðgjöf í handboltafræðum ef þú strandar í leikfléttugerðinni, þar sem mín handbolta reynsla er alveg sérlega yfirgripsmikil!! :D
Gangi þér vel í boltanum.
Kv. Lína
By
Anonymous, At
2:34 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home