Konurugl

Tuesday, February 12, 2008

Krillan mín er krilla

Jább, nú er mánuður í settan dag. Ótrúlega lítið eftir. Svo finnst mér vikurnar svo fljótar að líða, að ég næ örugglega ekki að gera neitt að viti áður en hún kemur. Er reyndar búin að finna til það litla sem ég á af fötum. Þarf greinilega eitthvað að versla.

Í gær fórum við svo með píuna í fitumælingu. Þar kom í ljós að hún er 12% undir kjörþyngd, sem er samt alveg innan eðlilegra marka. Má vera 24% undir. En skv. útreikningum ætti hún að vera 14 merkur á settum degi. Enginn risi hér á ferð. Vatnsmagnið mitt var einnig mælt, og það var aðeins undir meðallagi, en líka alveg innan eðlilegra marka. Við mæðgurnar erum bara svona nettar og fínar :-) Annars vildi hún ekkert sýna sig í gær. Faldi sig bara á bakvið hendurnar.

Vá hvað mér finnst erfitt að vera tölvulaus. Tölvan fór í verkfall í gær. Gerðist líka um jólin, en þá er manni svona nett sama. En í gær var ég ein heima með kjúklinginn (pínu lasinn), og ég var að drepast úr leiðindum. Nú verður bara sett af stað operation backup. Og tölvan send í viðgerð.

2 Comments:

  • ussususs!
    já, ekki máttu vera tölvulaus. Hvernig á ég þá að fylgjast með?

    By Anonymous Anonymous, At 11:09 PM  

  • Ég vona að tölvan komist sem fyrst í lag. Við Bex söknum þín á msn.

    By Anonymous Anonymous, At 6:09 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home