2 mánuðir í Krillu
Komið að smá meðgöngubloggi. Í dag eru 2 mánuðir í settan dag. Maður á það reyndar til að velta fyrir sér, ef hún verði snemma í því eins og bróðirinn. Guð hvað það á eftir að vera erfitt ef ég geng fram yfir.
Ég fór í skoðun í síðustu viku. Járnið mitt er betra en á síðustu meðgöngu, en samt hef ég ekki verið að taka inn bætiefni í langan tíma. Blóðþrýstingurinn er ennþá betri, reyndar hækkuðu neðrimörkin úr 60 í 80 á milli skoðana, en ég var í 80 nánast alla síðustu meðgöngu. Svo er ég búin að þyngjast um 3 kíló á meðgöngunni, en það er aðeins minna en síðast. Krilla er alltaf með stelpu hjartslátt, ekki eins mikil óvissa hjá henni og Ara. En legbotninn mældist ekki nema 27 sem er 3 cm lægra en viðmiðið. En þetta nákvæmlega sama gerðist síðast, Ari lá þvert og teygði einhvernvegin á leginu. Krilla lá öll til hægri síðast. En ljósan mín vildi samt fá mig aftur í skoðun viku fyrr en annars. Ætli hún sendi mig ekki í vaxtasónar eins og hún gerði á síðustu meðgöngu.
Ég er farin að þreytast mikið, orðin frekar aum í grindinni, labba eins og mörgæs og vel bjúguð. Ég er sko farin að hlakka til að ljúka þessu. Ég er reyndar orðin svo sein að öllu. Ætti að vera búin að klára að senda tilkynninguna vegna fæðingarorlofs, en náði ekki að gera neitt í jólastússinu, og er rétt að komast í rútínu núna.
Annars eru helstu fréttirnar þær að Ari Þröstur var að byrja í aðlögun á Baugi. Ég er mjög ánægð með leikskólan, miklu betri aðstaða en á gamla leikskólanum. Og svo spillir ekki fyrir að ég þekki eina sem vinnur á deildinni hans Ara. Hann var mjög spenntur fyrst, en í gær kvartaði hann undan því að það vantaði Dag og Júlíu Nótt í leikskólan, en þau voru í gamla leikskólanum. Hann er sennilega að fatta að þetta verður ekki sama fólkið og í Hálsakoti.
kv. Elsa
Ég fór í skoðun í síðustu viku. Járnið mitt er betra en á síðustu meðgöngu, en samt hef ég ekki verið að taka inn bætiefni í langan tíma. Blóðþrýstingurinn er ennþá betri, reyndar hækkuðu neðrimörkin úr 60 í 80 á milli skoðana, en ég var í 80 nánast alla síðustu meðgöngu. Svo er ég búin að þyngjast um 3 kíló á meðgöngunni, en það er aðeins minna en síðast. Krilla er alltaf með stelpu hjartslátt, ekki eins mikil óvissa hjá henni og Ara. En legbotninn mældist ekki nema 27 sem er 3 cm lægra en viðmiðið. En þetta nákvæmlega sama gerðist síðast, Ari lá þvert og teygði einhvernvegin á leginu. Krilla lá öll til hægri síðast. En ljósan mín vildi samt fá mig aftur í skoðun viku fyrr en annars. Ætli hún sendi mig ekki í vaxtasónar eins og hún gerði á síðustu meðgöngu.
Ég er farin að þreytast mikið, orðin frekar aum í grindinni, labba eins og mörgæs og vel bjúguð. Ég er sko farin að hlakka til að ljúka þessu. Ég er reyndar orðin svo sein að öllu. Ætti að vera búin að klára að senda tilkynninguna vegna fæðingarorlofs, en náði ekki að gera neitt í jólastússinu, og er rétt að komast í rútínu núna.
Annars eru helstu fréttirnar þær að Ari Þröstur var að byrja í aðlögun á Baugi. Ég er mjög ánægð með leikskólan, miklu betri aðstaða en á gamla leikskólanum. Og svo spillir ekki fyrir að ég þekki eina sem vinnur á deildinni hans Ara. Hann var mjög spenntur fyrst, en í gær kvartaði hann undan því að það vantaði Dag og Júlíu Nótt í leikskólan, en þau voru í gamla leikskólanum. Hann er sennilega að fatta að þetta verður ekki sama fólkið og í Hálsakoti.
kv. Elsa


1 Comments:
Gaman að fá að fylgjast með. Rosalega líður þetta hratt. Þarf að fara að sjá þig skvísa...
By
Anonymous, At
8:01 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home