Krilla (ath. nýtt vinnuheiti :-)
Jæja við skelltum okkur í jólamyndatöku með þá minnstu í dag. Gleymdum jólasveinahúfunni og öllu heima. Hún var reyndar frekar feimin og vildi bara hafa hendurnar í andlitinu, og saug þær af áfergju. Svo var naflastrengurinn líka að þvælast fyrir. En þarna lá hún og kúrði sig upp við fylgjuna. Okkur foreldrunum þótti hún bara lík bróður sínum.
Ég fór í mæðraskoðun á miðvikudag, þar sem allt leit þrusuvel út. Ég er með miklu betri blóðþrýsting en ég var með á síðustu meðgöngu, ég er nokkrum kílóum léttari. Er búin að bæta á mig 2,5 kíló. Járnið leit vel út. Krilla fékk hiksta þegar Maggý var að mæla hjartsláttinn. Gaman þegar einhver annar uppgötvar hikstan, en maður sjálfur.
Eyrað mitt er eitthvað ekki alveg í besta standi. Kláraði kúrinn minn á þriðjudag, og mætti svo til heimilislæknisins á fimmtudag. Hann var aldrei þessu vant hrikalega almennilegur, svo almennilegur að ég varð bara smeik. Hann setti mig í þrýstimæli. En hlustin virðist vera gróinn, en hann hafði áhyggjur af öllum greftrinum. Svo ég fékk nýjan tíma í janúar. Og á leiðinni út sagði hann mér að hringja í sig um leið og ég hefði einhverjar áhyggjur. Mjög uppörvandi.
Mig langar svo að fara að losna við hellurnar. Þetta er alveg skelfilegt. Í matsalnum heyri ég varla stakkt orð, nema að einbeita mér virkilega að þeirri manneskju. Mér finnst erfitt að vera í skvaldri í búðum, ef ég þarf að versla eitthvað.
Grindin er búin að vera mjög fín. Eitthvað samt að slappast núna. En ég komst ekkert í nálastungu í síðustu viku út af eyrunum, og því miður ekki auðvelt að komast að í jólaamstrinu. En ég fékk tíma næsta fimmtudag. Vonandi bjargar það jólunum.
kv. Elsa og jólakrilla


3 Comments:
vá! Þetta eru ótrúlega magnaðar myndir.
By
Anonymous, At
10:07 PM
Æðislegar myndir, mér sýnist skvísan vera með nebbann hennar mömmu sinnar;)
Kv Linda
By
Anonymous, At
1:14 AM
Ótrúlega flottar myndir. Jú, gott ef það er ekki Ara svipur á lillunni. Gangi þér vel og vonandi losnar þú við eyrnavesenið fljótt og vel.
By
Anonymous, At
9:52 AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home