24 vikur
Ég er að passa mig að verða ekki stressuð, en mér finnst ég ekki komast yfir neitt þessa dagana. Ég er með rosalega langan lista yfir það sem ég þarf að gera, og klára svo lítið. Tíminn minn nýtist svo illa þessa dagana. Maður er alltaf svo þreyttur eftir vinnu, og svo fara helgarnar í að skamma Ara og reyna að ala hann upp. Hann er svo erfiður þessa dagana. Ég held reyndar að honum vanti bara athygli. Ég held að hann þarfnist líka að vera meira heima. Það eru alltaf átök að koma honum út úr húsi, sama hverju við lofum honum. Svo er þvílíkt bakslag í kúkamálum, sem við verðum að taka á. Hann kúkaði örugglega 5 sinnum á sig í gær. En bara alltaf smá, hann vill greinilega ekki kúka. Stærsti kúkurinn kom þegar við gáfumst upp og létum hann í bleiju. Arinn byrjaði að rembast og svo heyrðist "heyrðu ég er að kúka í bleijuna" voða sæll, ekkert vesen.
Næsta mál á dagskrá er að selja rúmið hans Ara Þrastar. Ætla að þrífa það í dag og taka mynd og reyna að selja. Getum þá allavega tekið það í sundur og sett það niður í geymslu og klárað herbergið. Svo verðum við að fara að klára gardínumál. Það er mikill kostur að búa svona á efst hæð, en þegar sólin er lágt á lofti og byrjar að gægjast inn um hádegisbil, þá er ólíft hérna. Við eigum reyndar bara eftir að hengja upp gardínur í svefnherberginu, og skella okkur í eina búð og kaupa í stofuna.
Mig langar svo að byrja að baka jólakökur, en dagurinn er bara svo stuttur eitthvað. Vona bara að ég verði orkumeiri í dag. Verð allavega að ná að gera einn mjög sérstakan kjúklingarétt. Mig langar svo að fara að setja upp seríur. Bara tvær vikur í að það verði "leifilegt".
Nálastungurnar eru sennilega að virka, eða þá það að ég vann bara 3 daga í viku í 3 vikur. Ætlaði að fara að lofsama nálastungurnar, en miðað við hvað ég var slæm í gær, þá býst ég ekki við neinu kraftaverki strax. En aftur á móti þá er ég búin að þrauka ótrúlega vel miðað við hvað þetta kom snemma. Ég er gengin 24 vikur og er enn að vinna. Margar grindarkonur sem hætta um þetta leiti. Ef ég versna í næstu viku, þá fer ég líklega í 50% starf. Ég er svona næstum farin að sjá vonarglætu, að ég geti unnið eins lengi og ég vil. Þarf bara að vera dugleg að mæta í sundið. Er búin að mæta 2svar á síðasta 1 1/2 mánuði, en tímarnir eru 3svar í viku.
Að draumum. Daginn fyrir vatnstjónið dreymdi mig að Bjarni Ármanns hafi verið að lita hárið á mér ljóst. Ég tengdi drauminn strax við það sem gerðist, en skildi ekki alveg hvað hann þýddi. Á mánudagskvöld kom svo Pála að laga á mér hárið, og litaði það mjög ljóst :-) Daginn eftir fengum við greiddar tryggingabæturnar, og komumst að því að við höfðum greitt fasteignasölunni 100 þús of mikið í gjöld. Peningarnir tóku allt í einu að streyma inn en ekki út, eins og gerðist í vatnstjónsvikunni. Sjáið þið einhverja tengingu við drauminn.
kv. Elsa bumbulína
Næsta mál á dagskrá er að selja rúmið hans Ara Þrastar. Ætla að þrífa það í dag og taka mynd og reyna að selja. Getum þá allavega tekið það í sundur og sett það niður í geymslu og klárað herbergið. Svo verðum við að fara að klára gardínumál. Það er mikill kostur að búa svona á efst hæð, en þegar sólin er lágt á lofti og byrjar að gægjast inn um hádegisbil, þá er ólíft hérna. Við eigum reyndar bara eftir að hengja upp gardínur í svefnherberginu, og skella okkur í eina búð og kaupa í stofuna.
Mig langar svo að byrja að baka jólakökur, en dagurinn er bara svo stuttur eitthvað. Vona bara að ég verði orkumeiri í dag. Verð allavega að ná að gera einn mjög sérstakan kjúklingarétt. Mig langar svo að fara að setja upp seríur. Bara tvær vikur í að það verði "leifilegt".
Nálastungurnar eru sennilega að virka, eða þá það að ég vann bara 3 daga í viku í 3 vikur. Ætlaði að fara að lofsama nálastungurnar, en miðað við hvað ég var slæm í gær, þá býst ég ekki við neinu kraftaverki strax. En aftur á móti þá er ég búin að þrauka ótrúlega vel miðað við hvað þetta kom snemma. Ég er gengin 24 vikur og er enn að vinna. Margar grindarkonur sem hætta um þetta leiti. Ef ég versna í næstu viku, þá fer ég líklega í 50% starf. Ég er svona næstum farin að sjá vonarglætu, að ég geti unnið eins lengi og ég vil. Þarf bara að vera dugleg að mæta í sundið. Er búin að mæta 2svar á síðasta 1 1/2 mánuði, en tímarnir eru 3svar í viku.
Að draumum. Daginn fyrir vatnstjónið dreymdi mig að Bjarni Ármanns hafi verið að lita hárið á mér ljóst. Ég tengdi drauminn strax við það sem gerðist, en skildi ekki alveg hvað hann þýddi. Á mánudagskvöld kom svo Pála að laga á mér hárið, og litaði það mjög ljóst :-) Daginn eftir fengum við greiddar tryggingabæturnar, og komumst að því að við höfðum greitt fasteignasölunni 100 þús of mikið í gjöld. Peningarnir tóku allt í einu að streyma inn en ekki út, eins og gerðist í vatnstjónsvikunni. Sjáið þið einhverja tengingu við drauminn.
kv. Elsa bumbulína


1 Comments:
Farðu vel með þig Elsan mín. Sendi orkustrauma í Kórahverfið:)
By
Linda, At
1:02 AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home