Elsta vinkona mín
Í dag eru 30 ár síðan elsta vinkona mín fæddist. Við erum búnar að þekkjast núna í 25 ár. Hmm eitthvað til að halda upp á. Fyrir 25 árum fóru Solla og Lísa með tvær stelpuskottur á snjóþotur á bakvið dagheimilið við Akurgerðið. Eftir það urðum við Berglin góðar vinkonur. Í þá dag hét hún Linda. Við vorum svo heppnar að lenda í sama bekk. Vegna fjöllyndis míns, og áhuga á að eiga fleiri vinkonur þá dró smá úr sambandinu á tímabili. Sérstaklega þegar önnur Linda kom í bekkinn, en bexinu fannst ekki vera pláss fyrir tvær Lindur. Fljótlega fór hún að heita Begga. Við áttum ekki mikla samleið á unglingsárunum, þar sem hún var rólegt heimilisdýr. En einhvernveginn fylgdumst við alltaf að. Fermdumst saman, fórum saman í fjölbraut. Eftir fjölbraut, þá missti maður pínu sambandið. En þökk sé fyrir msn, þá komumst við í gott samband, og hún fékk nafnið Bex. Í dag er hún ein kærasta vinkona mín. Bexið er rosalega heimakær nautnaseggur og mesta dúlla sem ég hef kynnst. Til hamingju með daginn Bexið mitt.
þín vinkona að eilífu Elsa
þín vinkona að eilífu Elsa


4 Comments:
takk fyrir elsku krúsið mitt!.. Lífið er ljúft!
:-)
By
Anonymous, At
11:39 PM
Eins og ég hef alltaf sagt þá ert þú ótrúlega heppin að hafa haft Lindu (og hún að hafa þig)í lífi þínu svona lengi. Vona bara að ykkur takist að rækta rækta vináttuna áfram og að þið skemmtið ykkur vel saman á elliheimilinu.
Ástarkveðja og hamingjuóskir með 30 árin til Lindu.
Mamma
By
Anonymous, At
1:58 PM
Hæ hæ eitt varðandi það að þið séuð "ótryggð" er ekki húsfélag í blokkinni? Húsfélög eru oftar en ekki með "húseigendatryggingu" eða e-ð ígildi hennar. Vinkona mín lenti í því að bora í lagnir og fékk vatn útum allt og húsfélagið var tryggt fyrir þessu... Bara svona ef þið hefðuð ekki tékkað á þessu! ;)
By
Anonymous, At
10:08 PM
takk, takk!
...Það verður pottþétt stuð á elliheimilinu ;-)
By
Anonymous, At
10:41 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home