Konurugl

Friday, October 12, 2007

2 vikur fram yfir

Nú eru tvær vikur síðan við ætluðum að vera flutt, miðað við plan sem við settum upp í september. Í dag held ég að ég viti nokkurnvegin hvernig konur sem eru gengnar framyfir líður. Fyrir utan öll óþægindin sem fylgir lokasprettinum. Ég er endalaust að svara spurningunum "Eruð þið flutt", "hvenær flytjið þið" "eruð þið búin að parketleggja". Þegar maður er búin að svara sömu spurningum 10 sinnum í röð, þá er það orðið soldið þreytandi.

Staðan:

Parketið er ekki alveg komið. Mikið af listum komið, á eftir að klára þá, og að parketleggja eitt barnaherbergi, og svo setja parket á sökkla. Eigum líka eftir að lakka korkflísarnar.

Við flytjum á sunnudag. Og nei ég er ekki búin að pakka öllu. Ég fæ frið til þess alla helgina, því mammsa er svo æðisleg að vilja passa fyrir okkur.

Meðgangan:
Nálastungurnar eða meðgöngusundið hefur verið að hjálpa. Hef ekki komist í sund í viku, og kemst loksins í nálar í dag.

Er byrjuð að fá brjóstsviða á kvöldin, þegar ég leggst upp í rúm. Þarf að fara í apótek að kaupa tuggutöflur.

Svo er búið að skrúfa frá krönunum. Er farin að leka. Alveg á sama tíma og í síðustu meðgöngu.

Snickers líður greinilega hrikalega vel, og er duglegt að minna á sig. Stundum óþarflega miklar hreyfingar í gangi. En einhvernvegin slökknar á öllum hugsunum, þegar hreyfingarnar byrjar. Ekki gaman þegar maður er að reyna að vera duglegur í vinnunni. En samt alltaf gott að vita að allt er í fína standi. Arnar náði að finna eina litla hreyfingu í gær. En snickers sofnar bara þegar pabbi kemur nálægt. Arnar er líka voða upptekinn þessa dagana að koma okkur fyrir í Tröllakórnum. Þannig að ég sé hann aðeins á morgnana, og með heppni á kvöldin.

bless, bless
Elsa í pappakassa

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home