Tröllakór
Ég og Arnar fórum í skemmtilega ferð í hádeginu á föstudag. Við kíktum á íbúðina okkar. Það var loksins búið að flísaleggja, baðinnréttingin var komin og búið að setja baðkarið inn. Já og svo var komin lyftuhurð fyrir lyftuopið, og mótor, spurning hvort lyftan var ekki bara líka komin. Það á eftir að setja handrið á svalir, og stigaganga. Og klára að setja hurðir og bekki á innréttingar. Svo er rafmagnið óklárað og vantar enn klósett. Fengum svo loks dagsetningu á áætluðum afhendingatíma. 21-22. sept. Já, konur og karlar (ef einhverjir lesa þetta), það styttist óðum í þetta. Loksins loksins. Enda er ég mikið að pæla í að fara bara að pakka.
kv. Elsa tröllakona
kv. Elsa tröllakona


3 Comments:
Ú je!! Hlakka til að koma í heimsókn:-)
By
Anonymous, At
8:09 PM
Frábært að heyra!!
By
Anonymous, At
8:14 AM
Hlakka til að kíkja á ykkur :)
By
Dr. Hannes Hafsteinsson, At
7:56 AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home