Konurugl

Saturday, July 21, 2007

Stóri dagurinn :-)

Nú er sá stóri runninn upp. Hér sit ég stífmáluð og stífgreidd, og tel mínútur. Ég er reyndar mjög hissa, ég hef ekki fundið neina frétt um brúðkaupið í dag. Og enginn kominn til að stoppa mig af. Bara stórfurðulegt.

Við vorum komin kl. 1.30 í nótt, eftir að skreyta salinn. Salurinn er fullkominn, enda Berglind bara snillingur. Og svo á Heiða frænka heiður skilinn fyrir að koma með sína sérþekkingu. Og allir hinir stóðu sig líka mjög vel :-)

Ég er komin með smá fiðring, en samt er þetta eitthvað svo fjarlægt. Ég hlakka til að sjá Arnar, ég kvíði smá athöfninni. Og ég hlakka æðislega mikið til að skemmta mér á Skessubrunninum. Í dag verð ég eiginkona.

kv. Elsa

4 Comments:

  • til hamningju, bæði.
    kv. Atli

    By Anonymous Anonymous, At 3:16 PM  

  • Innilega til hamingju með daginn :)

    Vildi að við hefðum verið á landinu og fagnað með ykkur, panta samt heilt kvöld í að skoða myndirnar ;)

    By Anonymous Anonymous, At 4:37 PM  

  • ... og vídeó ;-)

    By Blogger Elsa, At 8:18 PM  

  • Til hamingju með allt, og það var frábært að fá að vera með ykkur á stóra daginn. Þetta var sko flott brúðkaup hjá ykkur. Hlakka til að lesa blogg um brúðkaupið:-)

    By Anonymous Anonymous, At 12:37 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home