Konurugl

Friday, July 06, 2007

Allt að gerast

Mér sýnist allt vera að smella saman fyrir stóra daginn. Einn stór þáttur er enn óleystur. Þjónustan. Veit ekkert við hverja maður á að tala. Annars erum við búin að bóka hljómsveit :-)
Þetta er að verða eitthvað svo miklu meira en við ætluðum fyrst, en aftur á móti er þetta draumurinn okkar, og soldið erfitt að segja nei, þar sem við gerum þetta bara einu sinni.

Þessi vika er búin að vera frekar skrítin. Ari veiktist á sunnudag. Með háan hita. Svo var þetta ekkert að rjátlast af honum á miðvikudaginn, þannig að við skelltum okkur á læknavaktina. Hann greindist með streptokokka, og Arnar var einnig komin með einkenni, og fékk pensilín.

Nema hvað að á fimmtudag hringir Stebbi bró (Arnars sko), áhyggjufullur út af veikindunum. Og taldi hann best að reyna að fresta fyrirhugaðri steggjun. Í morgun var svo haft samband við mig. En þá vildu félagarnir kíla þetta áfram, þar sem Arnar var orðinn ferðafær. Ég fór því heim í hádeginu þar sem Arnar ætlaði í "mat með karlaklúbbnum". En fyrir utan beið hans soldið annað.

Já það verður gaman að heyra hvernig þetta fór. En ég hef ekkert heyrt frá steggnum. Lýsi eftir dökkhærðum karlmanni, og nei hann heitir ekki Hugh Grant.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home