Konurugl

Thursday, June 28, 2007

Meira brúðkaups

Fjölskyldan fór í Tvö hjörtu, eftir að skoða tvo aðra staði. Arnar fékk að máta föt, alveg eins og mig hefur dreymt um að sjá hann í á stóra daginn. Og þau voru æði á honum. Fékk fiðring niðrí tær. Hann á líka flotta skó við, svo það verður ekki hausverkur. Ari fékk líka æðisleg föt, þvílíkt mikið krútt. Við eigum eftir að redda skóm á hann. Og hringapúða.

Ég á eftir að redda nærfötunum, sem er ekki alveg það auðveldasta. Guð var soldið nískur þegar hann lét mig fá brjóst og svo er pínu snúið að finna réttu undirfötin undir kjólinn. Ég á eftir að redda mér skóm. Skrauti í hárið, en ætli ég verði ekki að plata Pálu með mér í það, því ég er svo græn í þessum málum. Skartgripirnir eru líka eftir. Og síðast en ekki síst blómvöndurinn. Og ekki má gleyma að láta pússa hringana.

Að þessu loknu erum við fjölskyldan til í slaginn. Þá er bara smá veisluútfærslur eftir.

Ég fékk martröð í nótt að ég væri enn og aftur ekki búin að redda söngvara í brúðkaupið. En nýji brúðkaupssöngvarinn var næstum búinn að beila. En hann ætlar að sleppa að mæta í aðra athöfn fyrir okkur. Það skemmtilega við hann er að hann er eini sameiginlegi frændi okkar Arnars. Auk þess er góður kostur, að hann hefur hreint vottorð. Það hefur enn enginn skilið af þeim sem hann hefur sungið fyrir í brúðkaupi.

Við erum búin að panta rútu frá Reykjavík, vegna mikils hópþrýstings. En þar sem þetta kemst einfaldlega ekki fyrir á budgetinu (erum komin soldið framyfir sýnist mér), þá ætlum við að rukka 500 kr. Skilyrðið fyrir að fá að fara í rútu er að drekka áfengi, og lofa að skemmta sér hrikalega vel. Við munum hringja í helstu djammarana, og bjóða þeim sæti.

kv. Elsa sem verður bráðum frú

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home