Opið bréf til Arnars

Elsku Arnar minn. Því miður fara hlutirnir ekki alltaf eins og maður vill. Stundum reynir maður að koma í veg fyrir að spádómar rætast, en ég get ekki haldið í mér lengur. Um leið og ég sá að mín væri þörf annars staðar ákvað ég að stökkva til.
með von um að þú skiljir þetta
kv. Elsa
ps. þú mátt halda krakkanum. Ég er alveg viss um að Hugh mínum langi í börn.
pps. getur þú séð um að afboða í brúðkaupið, ég verð soldið upptekin.


8 Comments:
Ekkert mál, ég ætla að halda mig við setta dagsetningu á brúðkaupinu og eftir 45 daga verður Paris Hilton laus úr fangelsi og þá verður svaka hátið hjá mér og henni á Leirá.
Ara Þresti á örugglega eftir að lítast vel á nýju fósturmömmu sína.
Svo megið þið Hugh Grant alveg kíkja í heimsókn.
By
Anonymous, At
2:35 PM
Úú gaman. Þetta verður skemmtilegt fjölskyldu reunion. Og þú mátt alveg kalla hann Hugh.
kv. frú Grant
By
Elsa, At
2:59 PM
Bwaaaaa
By
Dr. Hannes Hafsteinsson, At
7:58 PM
Er hann að verða fucking 46 ára..... Pabbi minn er sko ekki nema örfáum árum eldri en þetta....kannski ekki alveg eins fit samt. Allavega, mér finnst Hugh alveg flottur og allt það... en Elsa, þegar þú verður 46 ára þá er hann 72 ára.... Held samt að það skipti hann engu máli, aldrei að vita nema hann nái sér í einhverja 23 ára.... ef þú klikkar þar að segja.
Gulla
By
Anonymous, At
9:32 AM
Ég og Arnar höfum hætt við þessi áform. Við sáum fyrir okkur miðað við fyrri sögu elskhuga okkar, að það væru of miklar líkur að þau myndi halda framhjá okkur, með hvoru öðru, og allt myndi vera birt á netinu. Þetta myndi valda miklum sárindum fyrir okkur. Þannig að sennilega er bara best að við verðum áfram hamingjusöm í sama liði.
By
Elsa, At
10:03 AM
Æ greyjið Hugh hann er alveg miður sín.
By
Elsa, At
10:09 AM
Já og Paris fékk sig lausa úr fangelsi til að reyna að ná mér aftur.
By
Anonymous, At
2:44 PM
Já, nú skil ég.
Þess vegna sagðist hún vera veik (ást-sjúk).
By
Anonymous, At
7:28 AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home