Brúðkaup Ella og Hildar
Ég fór í æðislegt brúðkaup í gær. Athöfnin byrjaði frekar típískt. Reyndar var lítill 1 árs senuþjófur, sem hætti við að labba inn gólfið og fór að gráta. En það reddaðist alveg. Hildur var gullfalleg að vanda. Í athöfninni söng kórinn hennar Hildar. Þetta voru ekki þessi venjulegu lög sem maður er að fá gubbuna upp í háls af. Síðastalagið var gæsahúð, og ekki eitt þurrt auga í húsinu. Óvænt stóð Hildur upp og söng "þú fullkomnar mig" , með undirtekt kórsins. Hún kom Ella alveg að óvörum. Hún einmitt sagði mér að hann hefði verið að tosa í hana til að fá hana til að setjast aftur :-) Hún sagði mér að hún hefði sjálf verið í vandræðum með að fara ekki að gráta. Fyrst sá hún allar konurnar byrja að snökkta, og ætlaði þá að einbeita sér að köllunum, og þeir voru víst ekkert skárri. Kórinn var líka í tárum, þannig að hún endaði á að horfa á einhvern spegil. Í lokin spilaði svo lúðrasveit, og kórinn hóf að syngja "Elli og Hildur eru orðin hjón". Þetta er athöfn sem ég mun seint gleyma, og verður hún varla toppuð.
Ég skemmti mér mjög vel. Mér þótti samt gaman að rekast á kokkinn. Hann heitir Maggi og er gamall skólafélagi úr barnaskóla. Svo hitti ég líka Maju sem ég djammaði mjög mikið með í Barcelona.
Ég skildi kallinn eftir með Miðvangsgenginu, og Arnar skreið heim kl.5. Fékk eina símhringingu frá Gísla eftir að ég kom heim þar sem hann vildi fá staðfest að hann mætti lemja Arnar fyrir að fá sér sígarettu. En ég var einmitt búin að biðja hann um að passa upp á það, þar sem hann er fanatískur antireykingamaður. Arnar var samt ekki með glóðarauga. Þannig að ég veit ekki hvort ég geti treyst Gísla í framtíðinni.
Ég skemmti mér mjög vel. Mér þótti samt gaman að rekast á kokkinn. Hann heitir Maggi og er gamall skólafélagi úr barnaskóla. Svo hitti ég líka Maju sem ég djammaði mjög mikið með í Barcelona.
Ég skildi kallinn eftir með Miðvangsgenginu, og Arnar skreið heim kl.5. Fékk eina símhringingu frá Gísla eftir að ég kom heim þar sem hann vildi fá staðfest að hann mætti lemja Arnar fyrir að fá sér sígarettu. En ég var einmitt búin að biðja hann um að passa upp á það, þar sem hann er fanatískur antireykingamaður. Arnar var samt ekki með glóðarauga. Þannig að ég veit ekki hvort ég geti treyst Gísla í framtíðinni.


5 Comments:
Já tek undir með þér Elsa, frábært brúðkaup og ekki hægt að toppa þessa athöfn.
Annars átti ég að segja að Gísli hefði kýlt mig en að ég hefði jafnað mig fljótt af ráðum læknisins.
By
Anonymous, At
11:49 PM
Æi hvað mér finnst leiðinlegt að við höfum misst af þessu :(
Alveg ömurlegt hvað maður missir af miklu við að búa svona langt í burtu, mér er strax farið að líða illa yfir að komast ekki í ykkar brúðkaup :(
By
Dr. Hannes Hafsteinsson, At
6:53 AM
Æ Kristín mín. Ég ætlaði ekki að ýta undir heimþránna. Brúðkaupið hjá mér og Arnari verður ekkert skemmtilegt, ég lofa :-)
Ég hefði líka viljað komast í ykkar brúðkaup, en maður getur víst ekki gert allt. Þið verðið bara dugleg að láta taka myndir og videó, svo skulum við bara hittast og liggja yfir videóum hjá hvoru öðru.
Ég komst allavega að því að ég dýrka Miðvangsgengið (eða Ellagengið eins og Kiddi kallaði það). Vona að þessi hópur nái að gera eitthvað skemmtilegt saman í framtíðinni.
By
Elsa, At
9:44 AM
Já þetta er sko þrususkemmtilegur hópur.
Væri gaman að dobbla sem flesta sem áhuga hafa að fara í einhverja skemmtilega ferð saman, kannski leigja stórt hús í Frakklandi og hafa það bara nice, grilla saman, spila saman og leyfa krökkunum að leika saman, meira minna börn á sama aldri. Við Kári stungum upp á þessu fyrir nokkrum árum og margir tóku vel, en það er nátturlega svo langt síðan að maður veit ekki hvernig stemmning væri í svona núna.
Ég legg til að við tökum að okkur að plana eitthvað skemmtilegt til að gera næsta vetur saman, eða sumarið eftir þetta sumar :)
og ég vil alls alls ekki að brúðkaupið ykkar verði leiðinlegt, hvaða hvaða þetta verður brúðkaup ársins, ég fæ bara að sjá myndir síðar :)
By
Anonymous, At
11:51 AM
Mér líst vel á næsta sumar. Við skulum bara byrja að vinna í því, safna saman í póstlista og svona.
By
Elsa, At
10:01 AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home