
Hér er loksins mynd af árshátíðardressinu mínu. Þó svo að konurnar í búðinni hafi skrifað niður á hvaða árshátið ég væri að fara, þá sá ég eina manneskju í svona kjól. En hún var í svartri peysu allan tíman. Það var reyndar fyndið að fylgjast með, því sumir kjólar voru vinsælari en aðrir. Ég sá einn kjólinn örugglega á 6 manneskjum. Systir mín átti líka tvífara. Ég bjóst svo við að allar píurnar yrðu með uppsett hár. En það voru ótrúlega margar með slegið hár, kom mér á óvart. Ég var orðin pínu stressuð yfir að allir myndu taka eftir að ég hefði ekki farið í hárgreiðslu og förðun. En skandallinn var ekki meiri en þetta.
2 Comments:
Úlala þú ert sko algjör skvísa. Gaman að fá loksins mynd:)
By
Anonymous, At
11:02 AM
Vá hvað þú ert fín :) algjör skvísa
Hlakka til að sjá myndir af þér í kjólnum, spurning um að þú kannski sendir mér bara á melkorka@mmedia.is eina sæta af þér ??
By
Anonymous, At
5:55 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home