Konurugl

Wednesday, March 07, 2007

Skrítið hvað maður er skrítinn

Ég er búin að vera í smá nostalgíu, og hugsa um hann Ara minn í gegnum hin mismunandi lífsþrep. Ég fór allt í einu að hugsa um að þegar hann fæddist, þá kom hálfbróðir minn í heimsókn með 8 mánaða dóttur sína. Og guð hvað mér fannst hún stór og ekki næstum eins dúllulega og lítil nýfædd börn. Nú hefur alveg orðið breyting á, nú finnst mér svona lítil krumpuð nýfædd börn ekki næstum eins dúllulega og tveggjára rassálfar. Fyndið hvernig mömmuheilinn virkar!!

kv. Elsa mamma

2 Comments:

  • Það er hin mesta vitleysa, 7 mánaða krúttrassar er það allra sætasta sem til er. Kannast samt alveg við þetta. Sá Maríu Lind þegar hún var 11 mánaða og Kristinn glænýr og hún var HUGE en voða sæt samt ;)

    Gulla

    By Anonymous Anonymous, At 9:49 AM  

  • Ég man þegar mín tvö eldri voru lítil þá fannst mér "tannlaus" börn svo "ekki krúttleg", svo þegar þau fóru að missa tennurnar þá fannst mér þau æði og tók bönns af myndum af sætum tannlausum krúttum.

    By Anonymous Anonymous, At 1:59 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home