Bræðsluvélin mín
Hann Ari minn er búinn að koma mikið á óvart upp á síðkastið. Hann er alltaf að bæta sig í orðaforða og er orðinn rosalega duglegur að halda uppi samræðum. Upp á síðkastið hefur það kannski farið soldið fyrir brjóstið á mér að hann kann að segja Kaupþing, reyndar tengir hann andlit John Cleese við Kaupþing, ekki merkið. Ég er að sjálfsögðu búin að reyna að kenna honum að segja Glitnir. Og jú hann segir alveg Glitnir, en tengir það ekki við neitt.
Eftir leikskóla þegar ég sæki Ara og við erum komin út í bíl, spyr ég iðulega hvort að það hefði ekki verið gaman í leikskólanum, og upp úr því spinnst smá samræða. Yfirleitt Guðný, Dorte og eitthvað bull.
Í gær var afskaplega erfiður vinnudagur. Ari og Arnar sóttu mig eftir vinnu, og var ég alveg búin á því. Þegar ég kem var Arnar augljóslega búinn að þjálfa þann litla. Ari sagði "mamma vinna Glitni." Voða sætt.
Á leiðinni heim segir Ari "mamma, mamma, Guðný, Dorte, leikgóli gaman" ég spyr, já var gaman í leikskólanum. Stuttu seinna spyr Ari "mamma? gaman Glitni?" Vá hvað ég bráðnaði algjörlega. Frumburðurinn að spurja hvernig dagurinn minn hefði verið :-) Ég reyndar sagði honum að það hefði verið gaman. Efast um að hann hefði skilið það ef ég hefði sagt honum að þetta hefði verið einn mesti böggdagurinn sem ég hefði upplifað.
Eftir leikskóla þegar ég sæki Ara og við erum komin út í bíl, spyr ég iðulega hvort að það hefði ekki verið gaman í leikskólanum, og upp úr því spinnst smá samræða. Yfirleitt Guðný, Dorte og eitthvað bull.
Í gær var afskaplega erfiður vinnudagur. Ari og Arnar sóttu mig eftir vinnu, og var ég alveg búin á því. Þegar ég kem var Arnar augljóslega búinn að þjálfa þann litla. Ari sagði "mamma vinna Glitni." Voða sætt.
Á leiðinni heim segir Ari "mamma, mamma, Guðný, Dorte, leikgóli gaman" ég spyr, já var gaman í leikskólanum. Stuttu seinna spyr Ari "mamma? gaman Glitni?" Vá hvað ég bráðnaði algjörlega. Frumburðurinn að spurja hvernig dagurinn minn hefði verið :-) Ég reyndar sagði honum að það hefði verið gaman. Efast um að hann hefði skilið það ef ég hefði sagt honum að þetta hefði verið einn mesti böggdagurinn sem ég hefði upplifað.


1 Comments:
Æ það er svo gaman að þessum litlu krúttum, við erum heppnar hvað við eigum æðislega stráka:-)
By
Anonymous, At
6:19 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home