Nýr fjölskyldumeðlimur væntanlegur
Nú eru sko aldeilis fréttir á þessum bæ. Okkur er að fjölga. Við eigum vona á nýjum fjölskyldumeðlim í febrúar. Við keyptum hann frá Bandaríkjunum. Spurning hvort þetta verði samt ekki of stuttur aðlögunartími fyrir Ara. Þessi nýji mun eflaust fá meira hrós og athygli en greyjið Ari. Spurning hvort við þurfum ekki að þjálfa Ara upp í uppvaski og klósettþrifum, svo hann standist samanburðinn.
Já staðan er þannig að við erum að fá okkar persónulega þræl. Hann mun puða og þræla á meðan við erum í vinnunni. Þetta er enginn annar en irobot scooba, sem sópar og skúrar. Eina sem maður þarf að gera er að fylla á hann, setja hann í gang og tæma og hreinsa drulluhólfið.
jæja best að fara að gera eitthvað að viti, því ekki er ég kominn með róbot í vinnuna.
kv. Elsa
Já staðan er þannig að við erum að fá okkar persónulega þræl. Hann mun puða og þræla á meðan við erum í vinnunni. Þetta er enginn annar en irobot scooba, sem sópar og skúrar. Eina sem maður þarf að gera er að fylla á hann, setja hann í gang og tæma og hreinsa drulluhólfið.
jæja best að fara að gera eitthvað að viti, því ekki er ég kominn með róbot í vinnuna.
kv. Elsa


2 Comments:
úlala, þú verður að setja inn link svo maður geti fengið að skoða nýju græjuna.
By
Linda, At
5:50 PM
ja skelltu inn link, this I gotta see...
By
Anonymous, At
9:00 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home