Veisluvandi og ráðningar aðstoðarhellna
Smá uppfærsla hér. Enginn veislusalur kominn. Náðum fyrst í Indriðastaði. Líklega búið að bóka hjá þeim á deginum okkar. Sem er allt í lagi, þar sem þetta er frekar löng keyrsla. Náði ekki í Tungufólkið vegna Skessubrunns fyrr en í dag. Þau eru í Bandaríkjunum. Skessubrunnur er lokaður í óákveðin tíma og vildi hún ekki taka neina pöntunn, fyrr en ákvörðun liggur fyrir. Á eftir að skoða 3 staði í viðbót. Náði ekki í manneskjuna sem sér um Miðgarð, en skilst að hann sé mjög mikið pantaður næsta sumar. 2007 er víst hrottalegt brúðkaupsár.
Ég réði yfirskreytingameistara á dögunum. En Bexið mitt er snillingur í öllu dúlleríi. Svið sem ég þori varla að hætta mér inná. Best að maður setji henni budget áður en hún byrjar að eyða *svitn*. Ég var líka búin að ráða mér hárgreiðslukonu. Ég talaði við Pálu mína í sumar, og ætlar hún að taka daginn frá. Hún er yndislegust. Er byrjuð að láta mig safna hári. Klippti reyndar á mig topp núna síðast, en sagði að hann yrði orðinn nógu síður fyrir brúðkaupið. Annað hvort er það rétt, eða hún hefur ekki trú á að okkur takist þetta :-)
Svo núna fyrir klukkustund réð ég mér sérlega fína aðstoðarhellu. Uppflettiritið mitt og símaskráin Þórey. Besti upplýsingabrunnur í heimi. Og ekki skaðar að hún þekkir alla sveitina. Æ lov jú görl.
Svona er staðan í dag. Veit að það verður skemmtilegt sama hvar veislan verður. Vona bara að þetta verði ekki svona "Worst week of my life" dæmi.
Þangað til næst,
Elsa
Ég réði yfirskreytingameistara á dögunum. En Bexið mitt er snillingur í öllu dúlleríi. Svið sem ég þori varla að hætta mér inná. Best að maður setji henni budget áður en hún byrjar að eyða *svitn*. Ég var líka búin að ráða mér hárgreiðslukonu. Ég talaði við Pálu mína í sumar, og ætlar hún að taka daginn frá. Hún er yndislegust. Er byrjuð að láta mig safna hári. Klippti reyndar á mig topp núna síðast, en sagði að hann yrði orðinn nógu síður fyrir brúðkaupið. Annað hvort er það rétt, eða hún hefur ekki trú á að okkur takist þetta :-)
Svo núna fyrir klukkustund réð ég mér sérlega fína aðstoðarhellu. Uppflettiritið mitt og símaskráin Þórey. Besti upplýsingabrunnur í heimi. Og ekki skaðar að hún þekkir alla sveitina. Æ lov jú görl.
Svona er staðan í dag. Veit að það verður skemmtilegt sama hvar veislan verður. Vona bara að þetta verði ekki svona "Worst week of my life" dæmi.
Þangað til næst,
Elsa


4 Comments:
Hvað kemur fleiri staðir koma til greina fyrir veisluna? Maður er sko byrjaður að plana. Þýðir sko ekkert að skella á mann einhverju "budgeti". Hvað er það annars?
Fannahlíð, Hlaðir?
...hvaða fleiri staðir eru þarna í nágrenninu?
By
Anonymous, At
2:18 PM
Fannahlíð er næst á lista.
Þarf aðeins að setja takmörk á skreytinguna. Sko ég vil engin lifandi dýr í skreytingu. Friðardúfur drita og þó svo að kanínur eru sætar þá geta þær týnst og fjölgað sér og borðað alla bygg uppskeruna. Og þá verður engin Premium bjór lengur til.
By
Elsa, At
2:34 PM
Þú setur engar smá kröfur. Ég er ekki viss um að ég geti hjálpað þér ef að það á að setja svona miklar takmarkanir á sköpunargáfuna.
...meiga dýrin vera uppstoppuð? var að spá í krumma kannski, hafa þetta soldið þjóðlegt. Drekka úr Premium bjór úr hrútshornum kannski líka. Samþykkt?
-Eða á kannski að takmarka meira?
By
Anonymous, At
6:39 PM
Það fást voða sæt plastglös í Bónus :-)
By
Elsa, At
9:29 AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home