Konurugl

Tuesday, August 08, 2006

Húsmóðir

Í dag er ég húsmóðir. Ég hef eina viku til að sanna mig í því starfi og svo byrjar vinnan aftur. Ég er ein heima með litla kút. Hér allt í rúst, eftir 4 daga letihelgi. Mér tókst þó að koma stofunni í þolanlegt ástand meðan sá litli svaf. Búin með tvær velar og hef ekki meira pláss fyrir þvott. Ég stóð mig ann betur í fósturstarfinu í morgun og fór út með lillan í grenjandi rigningu. Nema hvað að litlu sætu púmaskórnir eru gegnsósa og við erum núna að undirbúa okkur fyrir stígvélakaupaferð. Ohh það er svo spennandi að vera ég.

Megin markmið þessarar viku er að plana afmælið hans Ara, koma matarræðinu í rétt stand og húsinu í þolanlegt stand.

Jæja litli kútur heimtar athyglina.

kv. E

1 Comments:

  • Sá ekki hvar kallinn kom í þessu plani þínu, vona að það breytist....
    Annars stóðstu þig bara með ágætum í síðastliðinni viku.

    By Blogger Arnar, At 7:55 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home