Næstum búin að drepa mig
Nú er hver sekúnda notuð til að eiga góða stund með Ara. Í gær ákvað ég að nota óhreyfða hjólið mitt og hjóla með Ara til afa og Rósu. Oh þvílíkt gaman og rosalega er stutt að fara í heimsókn, þegar maður fer af stað. Við áttum notarlega stund hjá afa og Rósu. Þau höfðu svo gaman af því að fá litla kút í heimsókn. Enda fengu þau marga kossa og knúsa þegar feimnin byrjaði að leka af honum. Á leið heim var svo stoppað í öllum rennibrautum í bökkunum. Þegar litlir dropar byrjuðu að gera vart við sig reyndi ég að ýta við drengnum, en langaði ekkert að hafa hann grenjandi aftan á hjólinu. Að lokum komumst við af stað og fljótlega byrjaði dembirigning. Ég hringdi í minn heitt elskaða á meðan við vorum í vari. Sá kom og pikkaði strákinn upp, en mín leið lá uppávið og heim. Leiðin til afa og Rósu var létt, en samt svitnaði ég. Þetta var spurning um að duga eða drepast. Ég ætlaði sko ekki að aumingjast og reiða hjólið. Á toppinn komst ég og heim. En vá hvað ég var að drepast. Mér var óglatt og kalt. Fékk mér kalda diet kók og heitt bað. Ég hefði örugglega dáið, hefði ég hjólað þessa leið með Ara.
Allavega þá frestaði ég skokkinu sem átti að fara fram um kvöldið. Fannst ég alveg eiga það skilið. Enda komst ég aftur í nýju Levis buxurnar mínar í dag.
Allavega þá frestaði ég skokkinu sem átti að fara fram um kvöldið. Fannst ég alveg eiga það skilið. Enda komst ég aftur í nýju Levis buxurnar mínar í dag.


2 Comments:
Það er nú eins gott að þú komist í þær, ég eyddi vikukaupinu í þær.... eða næstum því.
Annars verðum við að fara í fjölskylduhjólaferð fljótlega.
By
Arnar, At
7:59 PM
This comment has been removed by a blog administrator.
By
Arnar, At
7:59 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home