Konurugl

Monday, October 09, 2006

Kirkjan og presturinn

Nú er loksins komin niðurstaða í hitamál síðustu daga. Búið er að ákveða stund og stað fyrir hjónavígsluna. Og í morgun var pantaður prestur að nafni Kristinn Jens og kirkjan að Leirá. Kristján sagði að Leirárkirkja væri mjög vinsæl fyrir brúðkaup næsta sumar.

Við ákváðum að ef við bjóðum of mikið af fólki fyrir kirkjuna, þá ætlum við að reyna að hafa hjónavígsluna út á túni. Pinnahælar bannaðir. Ef veðurguðirnir verða ekki í stuði fyrir soleiðis, þá reynum við bara að pakka í kirkjuna. Þröngt mega sáttir sitja. Við allavega sjáum ekki fært að skera niður gestalistan. Munum samt þurfa að setja mörkin einhversstaðar. Vildi bara að allir gætu samfagnað með okkur. En fyrir mér skiptir vígslan mestu máli, og vil ég að sem flestir verði viðstaddir af þeim sem mér þykir vænt um.

Næsta mál á dagsskrá er að skoða veisluaðstöður. Í gær vorum við ákveðin hvar veislan yrði haldin, en í dag langar mig að skoða 4 staði og sjá hverjir hafa heppilegustu aðstöðuna. Þetta eru Hlaðir, Fannahlíð, Miðgarður og Indriðastaðir (hlaða sem hefur verið breytt í veislusal). Svo er bara spurning hvað er laust á þessum degi.

kveðja,
verðandi frú Elsa

2 Comments:

  • Hvað eru margir á gestalistanum? Fleir en á lista jólasveinsins yfir góðu börnin?

    By Anonymous Anonymous, At 2:21 PM  

  • Við erum ekki búin að gera gestalistan, en þegar við töldum seinast alla sem við þekkjum, þá voru það um 120 manns. En svo er spurning hvort við setjum okkur einhver mörk. Erum ennþá að þreifa fyrir okkur

    By Blogger Elsa, At 2:27 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home