Besti draumurinn
Erfitt að vakna í morgun, en mig dreymdi samt æðislegan draum. Ég hitti Bono í eigin persónu. Hann var æðislegur, gaf mér léttan koss og bauð mér svo að liggja í fanginu á honum í Lazyboy. Mér leið svo vel. Þetta var guðdómleg upplifun. "Elsku guð, þó ég eigi ekki að eiga aðra guði, má ég samt halda Bono? Amen" Ég vaknaði svo við grátur í Ara. Með bros á vör gaf ég frumburðinum snuðið sitt.
Versti draumurinn var í síðustu viku. Hrollur. Mig dreymdi að ég væri á ferðalagi í Danmörku. Ég fór á salernis aðstöðu í einhverri byggingu, nema þegar ég kom fram greip skelfing um sig, og í fangið á mér hljóp alblóðugur maður. Hann var með sýkingu eða hafði orðið fyrir eiturefnum. Eftir stutta stund varð mér ljóst að ég myndi deyja. Fyrir utan bygginguna var Ari Þröstur og Arnar og ég vissi að ég gæti aldrei fengið að snerta þá aftur. Aldrei aftur verið umvafin löngum örmum Ara. Ég vaknaði alveg miður mín og grét í sturtunni.
Nóg af draumum, eins og þið sjáið þá eru þeir meira spennandi en líf mitt þessa dagana.
Fór á laugardaginn á tónleika með Magna og Dilönu. Þetta voru náttúrulega Magnaðir tónleikar. Dilana er rokkgyðja. Fæ enn gæsahúð þegar ég hugsa um flutninginn á Roxanne. Vá flottasti flutningur ever. Reyndar voru þetta allt lög sem umbreyttu mér í gæs. Búin að vera að plokka mig síðan. Kemestríið á milli þeirra var líka æði. Þau grínuðust út í eitt. Alveg ógleymanlegt.
Ég get ekki beðið eftir desembertónleikunum. Verð bara að muna að kaupa risastóran smekk, því ég á eftir að slefa svo mikið yfir Toby og ástralska hreimnum hans.
Jæja nóg af mér í bili
Elsa Bonosdóttir
Versti draumurinn var í síðustu viku. Hrollur. Mig dreymdi að ég væri á ferðalagi í Danmörku. Ég fór á salernis aðstöðu í einhverri byggingu, nema þegar ég kom fram greip skelfing um sig, og í fangið á mér hljóp alblóðugur maður. Hann var með sýkingu eða hafði orðið fyrir eiturefnum. Eftir stutta stund varð mér ljóst að ég myndi deyja. Fyrir utan bygginguna var Ari Þröstur og Arnar og ég vissi að ég gæti aldrei fengið að snerta þá aftur. Aldrei aftur verið umvafin löngum örmum Ara. Ég vaknaði alveg miður mín og grét í sturtunni.
Nóg af draumum, eins og þið sjáið þá eru þeir meira spennandi en líf mitt þessa dagana.
Fór á laugardaginn á tónleika með Magna og Dilönu. Þetta voru náttúrulega Magnaðir tónleikar. Dilana er rokkgyðja. Fæ enn gæsahúð þegar ég hugsa um flutninginn á Roxanne. Vá flottasti flutningur ever. Reyndar voru þetta allt lög sem umbreyttu mér í gæs. Búin að vera að plokka mig síðan. Kemestríið á milli þeirra var líka æði. Þau grínuðust út í eitt. Alveg ógleymanlegt.
Ég get ekki beðið eftir desembertónleikunum. Verð bara að muna að kaupa risastóran smekk, því ég á eftir að slefa svo mikið yfir Toby og ástralska hreimnum hans.
Jæja nóg af mér í bili
Elsa Bonosdóttir


2 Comments:
Mig dreymdi að Bono væri með mér í sturtu. Getur þú toppað það?
By
Anonymous, At
6:41 PM
Ó nei. Það verður seint toppað.
By
Elsa, At
8:56 AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home