Þetta er næstum því að verða gaman :-)
Loksins, loksins, fór ég að skoða kjóla. Reyndar hafði ég ekki hugmynd um að maður þyrfti að panta tíma til að skoða og máta. En á báðum stöðum voru þær sem áttu pantað ekki mættar eða mættu ekki. Fyrst fór ég í brúðarkjólaleigu Katrínar, þar sem ég bjóst við að úrvalið væri meira og svona. Ég fékk að skoða nokkra, og fann svo einn sem ég var alveg ánægð með. Við fórum svo í Brúðakjólaleigu Dóru. Þar var vel tekið á móti mér þrátt fyrir að eiga ekki pantaðan tíma. Við fórum ég, mamma og Lísa í einkamátunarherbergi. Hún tók fram nokkra kjóla sem hún var vissum að væru flottir á mér. Ég mátaði svo marga flotta kjóla og fékk afbragðs þjónustu. Ég endaði svo uppi með hausverk, því ég gat ekki gert upp á milli tveggja. Á leiðinni heim varð ég samt ákveðnari. Annar var frekar hefðbundinn og smellpassaði mér og var æðislega sætur. Hinn var óhefðbundnari og gerði mig flotta. Ég ákvað að velja kjólinn sem ég fæ kannski "vá hvað hún er flott" viðbrögð, he he, hégóminn alveg að fara með mann. En ég skemmti mér svo vel að máta, að ég fékk svona smá stelpuþing í mig. Mig er allt í einu farið að langa að skoða hringapúða, skó og eitthvað drasl :-)
Fyrir helgi vorum við svo að panta soldið sem mig langar að koma á óvart með. Er samt búin að segja tveimur manneskjum. Held kjafti um hverjar þær eru, svo enginn fari að pynta þær. En þetta er líka enn einn þátturinn þar sem veðrið skiptir öllu máli :-/
Fyrir helgi vorum við svo að panta soldið sem mig langar að koma á óvart með. Er samt búin að segja tveimur manneskjum. Held kjafti um hverjar þær eru, svo enginn fari að pynta þær. En þetta er líka enn einn þátturinn þar sem veðrið skiptir öllu máli :-/


6 Comments:
Jiiii hvað mig hlakkar til að fá múttu í heimsókn og fara að skoða kjóla :)
Langar þig ekkert að láta bara sauma á þig kjól í Kína og eiga hann svo sjálf ? það kostar yfirleitt minna en að leiga og verður bara þinn kjóll ;)
Hvað var nú verið að panta? er það útitjald fyrir stóra daginn eða ???
By
Dr. Hannes Hafsteinsson, At
3:57 PM
Veistu mig langar ekki að eiga kjólinn. Tekur pláss í skápnum. Ekki eins og maður fari (vonandi ekki) að nota hann aftur.
Mömmu kjóll hangir inn í skáp, og hefur ekki verið hreyfður (nema í flutningum) síðan 1974.
Kemur í ljós, en það er soldið danskt myndi ég halda það sem við erum að plana.
By
Elsa, At
8:53 AM
ussususs!
Það má ekki gera mann svona forvitin...
By
Anonymous, At
12:21 PM
Hmm Begga þú veist þetta.
By
Elsa, At
1:02 PM
Ó!
...en nú ertu búin að kjafta frá, þannig að ég verð að era við öllu búin. Á von á að fólk liggi í leyni og reyni að tækla mig niður og berja úr mér leyndarmálið. En ég lofa standa mig einsog hetja og kjafta ekki frá...þrátt fyrir gríðarlegar píntingar.
:-)
By
Anonymous, At
10:35 AM
Dreymdi brúðkaupið ykkar :)
Þetta var risa stór sundlaug með tjaldi ofan á :) Svo var hægt að skella sér í smá sundsprett eða vera í tjaldinu ;)
By
Dr. Hannes Hafsteinsson, At
8:18 AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home