Af djammi og kjólum
Furðulegt líferni að taka við hjá mér. Ég sé fram á nokkur djömm á næstunni, og hef nýlokið við eitt. Fór í "saumaklúbb" á föstudaginn upp á Akranes, og auðvitað var notað tækifærið til að væta hverkarnar. Reyndar byrjaði mitt djamm í 30 mínútna röð kl. 19.30 í ÁTVR. Vá ég hef nú aldrei þurft að hafa eins mikið fyrir áfengi síðan maður var á sopafylleríi í den. Við skvísurnar áttum auðvitað góða stund saman og mikið skrafað. Það þótti til tíðinda að Bexið okkar fékk sér í glas og kom með okkur á Mörkina, allt í hófi samt :-) Fékk bara smjörþefinn og gafst upp fljótlega. Ég skemmti mér konunglega á "dansgólfinu" og saug rettu af áfergju. Við enduðum svo í eftirpartýi hjá Döggu. Alvöru Skagadjamm þar á ferð. Reyndar entust gömlu konurnar ekki lengi, en samt alveg til 5. Það sem ég lærði af þessu er það er ekkert gaman að fara í bæjinn á Skaganum. Öll gömlu andlitin horfin í stað yngri og útlendra. Maður verður bara að bíða eftir Sálarballi til að hitta gamla fólkið :-)
Á næstunni eru svo tvær árshátíðir. Svo býst ég við stóru afmælisdjammboði í apríl, blikk blikk Linda. Stórveisla í júní, og kannski lítið kokteilboð hjá mér. Já maður er sko með djammið
planað fram í tíman.
Fór í gær að skoða kjóla í tilefni árshátíða. Ég endaði í æðislegu rauðu númeri í Coast (æðisleg þjónusta þar). Ég hef ekki átt kjól síðan ég var í háskólanum. Löngu vaxin upp úr þeim öllum. Og ég keypti líka hælaskó, hef ekki átt háhælaða spariskó í trilljón ár. Ég er allt í einu farin að finna stelpuna í mér aftur :-)
kv. Elsa stelpa
Á næstunni eru svo tvær árshátíðir. Svo býst ég við stóru afmælisdjammboði í apríl, blikk blikk Linda. Stórveisla í júní, og kannski lítið kokteilboð hjá mér. Já maður er sko með djammið
planað fram í tíman.
Fór í gær að skoða kjóla í tilefni árshátíða. Ég endaði í æðislegu rauðu númeri í Coast (æðisleg þjónusta þar). Ég hef ekki átt kjól síðan ég var í háskólanum. Löngu vaxin upp úr þeim öllum. Og ég keypti líka hælaskó, hef ekki átt háhælaða spariskó í trilljón ár. Ég er allt í einu farin að finna stelpuna í mér aftur :-)
kv. Elsa stelpa


5 Comments:
Já mér er líka farið að líða eins og strák á ný!!!!
By
Anonymous, At
1:48 PM
He he ekki svona á opinberum vef.
By
Elsa, At
2:05 PM
Á svo ekki að smella mynd af sér í kjólnum og leyfa okkur hinum að sjá ???
By
Anonymous, At
3:18 PM
Það munu örugglega birtast myndir af mér í Séð og heyrt í apríl, þegar Glitnis árshátíðinni er lokið :-)
Ég efast um að TS árshátíðin núna um helgina sé nógu merkileg fyrir S&H.
By
Elsa, At
3:23 PM
Ú lala væri gaman að sjá hvað þú ert flott í kjólnum. Bíð spennt eftir mynd:)
By
Anonymous, At
12:06 AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home