Stress
Nú er ég komin með smá stresshnút. Félagi minn frá Bandaríkjunum hefur samband við mig svona einu sinni á ári, og í gær sendi hann póst. Ég sagði honum frá brúðkaupinu og honum langar að koma. Við erum að tala um mann sem er milljónamæringur í USD talið og konan hans er dóttir efrideildar þingmanns.
Hvað getur maður gert til að svona ríkt fólk, sem er vant posh veislum, skemmti sér vel í íslenski brúðkaupi. Ég hugsa að við verðum að virkja allt tónlista fólk í kringum okkur. Og biðja til góðs guðs um að fá ógeðslega gott veður. Verð bara að óska eftir rífandi stemmningu. Allir sem geta sungið og spilað á hljóðfæri eru beðnir um fara að æfa sig :-)
Ég ætla að stefna á léttleika framar flottheitum.
kv. Elsa posh
Hvað getur maður gert til að svona ríkt fólk, sem er vant posh veislum, skemmti sér vel í íslenski brúðkaupi. Ég hugsa að við verðum að virkja allt tónlista fólk í kringum okkur. Og biðja til góðs guðs um að fá ógeðslega gott veður. Verð bara að óska eftir rífandi stemmningu. Allir sem geta sungið og spilað á hljóðfæri eru beðnir um fara að æfa sig :-)
Ég ætla að stefna á léttleika framar flottheitum.
kv. Elsa posh


6 Comments:
Hljómar einsog plan. Held að það hljóti bara að vera upplifelsi að sjá svona brúðkaup. Allir í lopapeysum og gúmmítuttum...eða?
hehehe!
Var það ekki annars planið? Allir að mæta á gúmmítúttunum. Engir pinnahælar. Á ekkert svoleiðis. En gúmmítútturnar hafa hinsvegar vakið rífandi lukku og eftirtekt í vetur. Ég er sko að tala um alvöru fjósa-túttur.
By
Anonymous, At
5:37 PM
Það er allavega engir pinnar æskilegir á túninu :-)
Þú ræður svo hvernig þú túlkar það. Held að gúmmítútturnar passi ekki alveg við kjólinn, nema ég fái mér lopapeysu utanyfir hann.
By
Elsa, At
9:21 PM
það hljómar æðislega "skæslegt" í mínum eyrum. Auðvitað í lopasokkum líka. Sé það alveg fyrir mér, ofsalega flott. Arnar náttúrulega með sixpensara og í lopasokkum utanyfir buxurnar. Æðislega flott allt saman. Sannkallað draumabrúðkaup.
...Gleymist örugglega ekki strax
By
Anonymous, At
8:19 AM
Ég held að þú þurfir engar áhyggjur að hafa af félaga þínum frá USA. Honum á örugglega eftir að finnast gaman. Ef ekki, þá er hann örugglega of vel upp alinn til að segja annað. ;) Annars er mín reynsla, af vinum mínum sem hafa komið til landsins, sú að reyna sem minnst, þeir eru oft að spá í allt öðrum hlutum en okkur finnst merkilegir. Svo finnst honum örugglega meira mikilvægt að þú njótir dagsins sem best en sért ekki á tánum yfir því að gestirnir séu ekki að njóta sín.
Gulla
By
Anonymous, At
2:32 PM
Iss piss, milli tilli. Ef hann var ekki fyrir ofan Björgólf hönkadori Björgólfsson á Forbes listanum þá er þetta ekkert til að hafa áhyggjur af:)
Gangi þér vel í brúðkaupsundirbúningi, er soldið forvitin um skúraratækið. Er það komið til landsins og ef svo er, hvernig kemur ykkur saman?
Kv Linda
By
Anonymous, At
6:03 PM
Eigum eftir að redda straumbreyti.
By
Elsa, At
5:20 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home