Konurugl

Wednesday, April 18, 2007

Ég er fullkomin

Það er ekki á hverjum degi sem manni er sagt að maður sé fullkominn :-)

En hjúkkan sagði mér það áðan. Ég var í árlegu heilsufarstékki. Breytingin frá í fyrra er ég hef hækkað um 1 sm. Reyndar hélt ég í fyrra að ég væri 173, en fékk staðfestingu fyrir nokkru að ég er 174. Ég er í kjörþyngd en slefa alveg í það, alveg á mörkunum. Er búin að bæta við mig 3 kílóum frá í fyrra. Er búin að hækka aðeins í blóðsykri 5,2 er samt fínt. Kólestrólið lækkar enn er nú Lo. Blóðþrýstingurinn 79/123 gæti ekki verið betri. Var soldið lág í fyrra.

Annars varð ég vitni að leiðindaratburð í morgun. Ég var í biðröð til að komast í heilsutékkið, og heyri allt í einu kallað á hjálp úr herberginu. Þegar ég opnaði hurðina lá karlmaður á grúfu á gólfinnu, meðvitundalaus. Sem betur fer komst hann til meðvitundar fljótt. En vá hvað þetta hefur samt áhrif á mann. Hjartað fór á fullt, og ég var með pínu skjálfta á eftir. Sem reyndar lagaðist með smá búðarferð. En ótrúlegt hvað svona getur haft áhrif á mann sjálfan. Vona bara að það sé í lagi með strákinn. En við vorum rekin í burtu, og hjúkkan var að bíða eftir lækni þegar ég yfirgaf aðstæður.

kv. Elsa fullkomna

2 Comments:

  • Til hamingju :) Alltaf gott að vera fullkomin;)

    Já svona hefur áhrif á mann, maður á bara einn kropp og það er víst ekki hægt að kaupa nýjan í Hagkaup (síðast þegar ég gáði) svo það er eins gott að fara súper vel með hann ef maður vill staldra við sem lengst og hafa það sem best :)

    p.s. hvernig gengur undirbúningurinn ???

    By Anonymous Anonymous, At 11:50 AM  

  • Hvaða undirbúningur?

    By Blogger Elsa, At 1:34 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home