Barnalandssíður
Ég var í saumaklúbbi á fimmtudaginn síðastliðinn, þar sem umræðan barst að barnalandssíðum og afhverju fólk er að læsa þeim. Ástæðan er sú að vondir menn skoði síðurnar til að kortleggja húsnæði viðkomandi og sjá hvar allar græjurnar eru. Hingað til hefur síðan okkar verið ólæst, og ég hef alltaf passað mig á að segja ekki af því að við værum að fara eitthvað og svona. En ég ákvað að skoða síðuna með augum þjófsins. He, he við erum nú meiri hallæris fjölskyldan. Ég held að þjófarnir myndu ekki koma í verð fermingarútvarpinu hans Arnars, og venjulega sjónvarpinu okkar. Og við myndum líklega ekkert sakna þess, bara vera fegin að fá tækifæri til að kaupa nýtt :-)
Ég skoðaði reyndar ekkert mikið aftar en maí á síðasta ári. Það eru tveir hlutir á heimilinu sem ég myndi bara deyja ef myndu hverfa, og ég veit að þjófar kæmu í verð. Veit reyndar að það eru myndir af þessum tveimur hlutum einhversstaðar aftar í albúminu. Spurning hvort nokkur myndi hætta sér samt fyrir þessa tvo hluti.
Við höfum einu sinni verið rænd. Misstum sumardekk sem við ákváðum að geyma á lager í vinnu Arnars. Það var frekar fúlt, því þau voru nýleg, og við nýskriðin úr námi, og höfðum ekkert á milli handanna. Maður verður ekkert smá svektur og sár útaf þessari vanvirðingu sem manni er sýnd.
Ég skoðaði reyndar ekkert mikið aftar en maí á síðasta ári. Það eru tveir hlutir á heimilinu sem ég myndi bara deyja ef myndu hverfa, og ég veit að þjófar kæmu í verð. Veit reyndar að það eru myndir af þessum tveimur hlutum einhversstaðar aftar í albúminu. Spurning hvort nokkur myndi hætta sér samt fyrir þessa tvo hluti.
Við höfum einu sinni verið rænd. Misstum sumardekk sem við ákváðum að geyma á lager í vinnu Arnars. Það var frekar fúlt, því þau voru nýleg, og við nýskriðin úr námi, og höfðum ekkert á milli handanna. Maður verður ekkert smá svektur og sár útaf þessari vanvirðingu sem manni er sýnd.


2 Comments:
Eg hef aldrei spad i thessu ut fra augum innbrotsthjofa, en hef oft heyrt perra ræduna.
Efast um ad nokkur kæmi alla leid til okkar ad stela, og hey eg byd honum tha bara inn i ol fyrst hann er nu kominn svona langt ad ;)
Hvernig gengur annars undirbuningurinn, eg er alveg lost i kjola malum :( og veit ekkert hvad eg ad lata litlu guttana vera i, vantar sæt jakkafot sem verda helst ad vera mjog thunn thar sem thad verdur svo heitt.
Annars er eg lost i ollu, er bara buin ad senda bodskort, hehe
By
Dr. Hannes Hafsteinsson, At
1:14 PM
Við tökum þetta í skorpum. Vona að það fari að koma að næstu skorpu. Erum að vandræðast með veisluhaldið. Erum búin að fá tilboð frá einni veisluþjónustu sem þekkir aðstæður. Það annað hvort hún, eða grillþjónusta þá. Ég nenni eiginlega ekki að sjá um þetta sjálf, nenni bara ekki að vera í einhverju stresskasti, það liggur alltaf við hjónaskilnaði á þessum bæ, þegar ég tek þannig köst. Það væri nú ekki gaman að gifta sig, og ég og Arnar ógeðslega pirruð út í hvort annað :-)
Kannski er það ástæðan fyrir því að fólk hittist ekki daginn fyrir brúðkaupið :-)
Hér eru svakalega sæt föt í fyrir litla stráka í Adams. Veit samt ekki hvort maður ætti að kaupa svoleiðis.
By
Elsa, At
4:02 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home