Konurugl

Monday, April 02, 2007

Árshátíð Glitnis

Laugardagskvöldið var æði. Mættum í fordrykk hjá yfirmanni mínum um 5 leitið. Þar var allt fljótandi í áfengi og æðislegar snittur og sushi. Við fengum svo einkarútu í partíið. Það var mjög spes að keyra í Laugardalshöllina, því alls staðar voru rútur, annað hvort búnar að skila eða á leiðinni niður í höll. Ég hef aldrei séð eins mikið af rútum á einum degi.

Í höllinni var kósí stemmning, djass og fordrykkur. Reyndar lyktaði drykkurinn eins og gúmmíbirnir og smakkaðist eins, þannig að eitt glass fór hægt niður. Borðið okkar var á æðislegum stað, við dansgólfið, gott útsýni á sviðið, og stutt á næsta bar. Maturinn var góður, nóg af áfengi og hugsað fyrir nákvæmlega öllu. Þarna var mojitobar og nætursnarlsbar. Á kvennaklósettinu voru túrtappar, bindi og sokkabuxur.

Skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum. Toggi (whos that) spilaði. En borðið okkar velti mikið fyrir sér hver þetta væri eiginlega, svo kom í ljós að hann sat á borðinu við hliðina á okkur ásamt konu :-) Svo fengum við þrusuræðu frá Bjarna Ármanns. Myndband þar sem síðastliðið ár var gert upp. Svo steig á stokk Páll Óskar og Glitnismaðurinn sem lenti í 3. sæti í júró og tók það lag og gay pride lagið. Veislustjóri var hinn frábæri Sigmar Guðmundsson, sem skilaði sínu mjög vel.

Fyrir balli spiluðu Straumar, og söngvararnir voru Stefán Hilmars, Bjöggi Halldórs, Eyvi, Regína Ósk og Björn Jörundur. Ég tjúttaði eins mikið og ég gat, eða þanngað til skórnir fóru að segja til sín. Enda var þá kominn tími á reykpásu. Boðið var upp á 6 leiðir í sætaferðum frá höllinni, en við enduðum á að taka taxa, þar sem nætursnarlbarinn var ekkert sérstakur. Ég, Arnar og Alma gripum pizzu og Devitos og fórum svo hver til síns heima, þreytt og ánægð.

3 Comments:

  • Frábær, árshátíð. Maður þarf greinilega að sækja um vinnu hjá Glitni:-)

    By Anonymous Anonymous, At 10:59 AM  

  • Og þetta var geðveikt góð pizza - Devitos klikka aldrei.
    Maður fer á djammið til að geta fengið sér Devitos!!!

    By Anonymous Anonymous, At 6:56 PM  

  • Þessvegna ertu alltaf að djamma!

    By Blogger Elsa, At 8:59 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home