Konurugl

Wednesday, May 02, 2007

Ekkert smá vinsæl

Í vinnu minni í morgun tilkynnti yfirmaðurinn minn stórar breytingar á okkar högum. Það á að splundra upp deildinni. Mér varð ekkert rosalega rótt með þessa vitneskju.

Eftir hádegi fékk ég svo einkaviðtal. Þar kom í ljós að það eru þrír karlmenn sem vilja mig :-)
Ég játaðist einum þeirra, en sá hefur víst lengi viljað mig, enda er ég kona með mikilvæga þekkingu :-)
Þetta er rosalega gaman fyrir egóið, en nýja vinnan krefst ennþá meiri vinnu. Systir mín er reyndar í þessari deild, og þau eru búin að vera að vinna langt fram á nótt síðustu tvær vikur. En það er að hluta til út af manneklu. Ég verð bara að vera dugleg að koma mínu á framfæri í samningsviðræðunum við hann.

Annars er fjölskyldan bara búin að hafa það gott. Við fórum í sumarbústað um helgina á Flúðum. Fyrsta daginn var 20 stiga hiti en kaldur vindur, annan daginn var skýjað, þriðjadaginn kom svo æðislegt sumarveður. 20 stig, logn og glampandi sól. Arnar fór í bæinn að vinna á meðan ég og Ari sóluðum okkur. Það var meiraðsegja of heitt til að vera í pottinum. Svo fékk Ari að vera á stuttbuxum og stuttermabol. Soldið súrealískt að vera hálfnakinn úti í apríl á Íslandi. Gærdagurinn lofaði líka góðu, en því miður þurftum við að fara. Því nær sem dró að þróðvegi eitt, því verra varð veðrið. Þar var rok og rigning, svo lítill munur.

kv. Elsa

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home