Gestalistinn og boðskortin
Ég og Arnar tjösluðum saman gestalista fyrir nokkrum mánuðum, og vorum orðin nokkuð sátt.
Ég opnaði ekkert listan fyrr en í gærkvöldi, og úff. Mér leið hræðilega, mig langaði að bjóða svo miklu fleira fólki. Sérstaklega eftir allar skemmtilegu veislurnar sem maður hefur farið í á síðastliðnum mánuðum.
Við þurftum að byrja vinnuna upp á nýtt, koma með rök, hvers vegna þessi en ekki hinn. Heildarlistinn okkar hljóðar upp á 170 manns og við getum bara boðið 100 manns, því aðstaðan er ekki stærri en það. Sumir duttu óvænt af lista og aðrir komu ferskir inn, svona gekk þetta fram eftir kvöldi, þar til við vorum nokkuð sátt. Við munum senda boðskort á 126 manneskjur. Við vitum að einhverjir af þessum aðilum komast ekki. Í versta falli komast allir, en þá gerum við bara gott úr því. En það eru alveg alla vega 12 manneskjur í viðbót sem ég vildi að við gætum boðið :-(
Og svo er ótrúlegasta fólk sem kemur og segist vera að bíða eftir boðskort :-( Maður fær alveg sting þegar einhver segist hlakka til brúðkaupsins, og þeir eru ekki á listanum. Ætti maður kannski að senda kort á þá sem eru ekki á lista. " Því miður vegna aðstæðna sáum við okkur ekki fært að bjóða þér í þetta skipti í brúðkaup okkar."
Ég sendi loksins myndir og texta á Gutenberg í gærkvöldi, þannig að vonandi fær maður boðskortin fljótlega. Helst sem fyrst áður en okkur snýst aftur hugur með gestalistann.
kv. Elsa
Ég opnaði ekkert listan fyrr en í gærkvöldi, og úff. Mér leið hræðilega, mig langaði að bjóða svo miklu fleira fólki. Sérstaklega eftir allar skemmtilegu veislurnar sem maður hefur farið í á síðastliðnum mánuðum.
Við þurftum að byrja vinnuna upp á nýtt, koma með rök, hvers vegna þessi en ekki hinn. Heildarlistinn okkar hljóðar upp á 170 manns og við getum bara boðið 100 manns, því aðstaðan er ekki stærri en það. Sumir duttu óvænt af lista og aðrir komu ferskir inn, svona gekk þetta fram eftir kvöldi, þar til við vorum nokkuð sátt. Við munum senda boðskort á 126 manneskjur. Við vitum að einhverjir af þessum aðilum komast ekki. Í versta falli komast allir, en þá gerum við bara gott úr því. En það eru alveg alla vega 12 manneskjur í viðbót sem ég vildi að við gætum boðið :-(
Og svo er ótrúlegasta fólk sem kemur og segist vera að bíða eftir boðskort :-( Maður fær alveg sting þegar einhver segist hlakka til brúðkaupsins, og þeir eru ekki á listanum. Ætti maður kannski að senda kort á þá sem eru ekki á lista. " Því miður vegna aðstæðna sáum við okkur ekki fært að bjóða þér í þetta skipti í brúðkaup okkar."
Ég sendi loksins myndir og texta á Gutenberg í gærkvöldi, þannig að vonandi fær maður boðskortin fljótlega. Helst sem fyrst áður en okkur snýst aftur hugur með gestalistann.
kv. Elsa


3 Comments:
Við bjóðum bara hinum sem eru ekki á listanum að þessu sinni í hitt brúðkaupið eins og þú nefndir!!!!!
By
Anonymous, At
12:43 PM
Já, ég var að pæla í að endurtaka þetta nokkrum sinnum, ef vel til tekst í fyrsta skiptið :-)
By
Elsa, At
1:24 PM
Líst rosalega vel á hugmyndina :) svo lengi sem við erum boðin í brúðkaup nr.2 ;)
By
Anonymous, At
6:09 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home