Konurugl

Wednesday, May 23, 2007

Flokkstjórnarfulltrúi

Ljóskan ég. Ég hef nú í tvö ár fengið fundarboð frá samfylkingunni um flokkstjórnarfunda. Ég spurði eitt sinn mömmu hvort það gæti staðist, en hún hélt því fram að þessi póstur væri sendur á alla. Þannig að ég tók því bara þannig. Á mánudag fóru svo að berast mér trúnaðarpóstar. Enn og aftur spurði ég mömmu hvort það gæti virkilega verið að ég væri flokkstjórnarfulltrúi. Ég endaði svo á að senda póst á skrifstofuna. Jú ég fékk þennan póst út af því að ég var í flokkstjórn. Ég sendi annan póst, hvort það gæti staðist, þar sem landsþing væri nýafstaðið. Þá fékk ég til baka, úpps mistök. Svo opnaði ég póstinn aftur í morgun, afsakið, en þú ert víst ennþá í flokkstjórn, þar sem kjördæmin eru ekki búin að skila inn listum. Þú hefur því seturétt í kvöld. Dem, ég mátti kjósa og fá málefnaskránna beint í æð. Ég er búin að vera flokkstjórnarfulltrúi í 2 ár og vissi ekki af því, og núna er ég líklega að detta út.

Mér líst mjög vel á nýja stjórn. Stærsta óskin mín var þó að Jóhanna færi aftur í félagsmálin, og sú ósk rættist. Vona bara að hún lengi fæðingarorlofið sem fyrst, svo maður geti farið að baka :-)Maður verður soldið hræddur við að hafa Gulla í heilbrigðisráðuneytinu, og Dagfinn dýralækni í fjármálunum. En eina sem ég er rosalega ósátt við er Björn Bjarnason og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Þau fara bæði í mínar fínustu.

3 Comments:

  • Hahaha hvað við erum ólíkar

    Kjálkinn minn datt niður á gólf og kaffibollinn með þegar ég opnaði mbl.is í morgun og sá Jóhönnu í félagsmálunum, ég bara trúði þessu ekki.

    Hins vegar fagnaði ég ákaft í gærkveldi þegar ég sá Guðlaug Þór í heilbrigðismálunum,

    já svona erum við ólíkar

    By Anonymous Anonymous, At 11:58 AM  

  • Það sem Jóhanna hefur gert, hefur hjálpað fjölskyldu minni mikið, og kom í veg fyrir að illa fór. Hún er líka mjög dugleg, og fékk ég mjög mikinn stuðning frá henni þegar ég missti vinnuna mína.

    Ég lít mjög mikið upp til hennar. Skrítið, en fyrir 10 árum, var hún sá stjórnmálamaður sem fór mest í skapið á mér.

    By Blogger Elsa, At 12:04 PM  

  • Hún einmitt kom fjölskylduna mína næstum því á götuna á sínum tíma. Ég gleymi aldrei því tímabili og hvernig hennar verk gjörsamlega eyðulögðu stöðu foreldra minna í mörg ár.

    By Anonymous Anonymous, At 12:46 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home