Boðskortin farin út!
Eða svona næstum. Ég treysti Arnari til að koma við á pósthúsi. Eigum reyndar eftir að klára nokkur boðskort, þar sem okkur vantar heimilsföng hjá fólki sem býr erlendis. Svo eru einhver vafamál um hvaða nöfn sumir makar bera og hvort makar eru til staðar. En við erum búin að láta foreldra okkar í málin. Svo er bara spurning, hverjir verða svo heppnir að fá kort frá okkur :-)
Annars er bara allt í fína standi. Er að ná mér niður eftir síðustu helgi. Var næstum búin að krækja mér í ljósmyndara á djamminu um síðustu helgi. Á eftir að hringja og fá að vita hver staðan er þar. Ljósmyndarinn sem Arnar var búin að reyna að ná í var í 20 ára hópnum. Hún mundi eftir að tala við Arnar, en tjáði mér að hún ætlaði að taka langt sumarfrí, og við ættum að líta í kringum okkur. Svo eftir nokkur glös þá kom hún og sagðist ætla að hafa samband eftir helgi og sjá hvort hún gæti gert eitthvað fyrir okkur. Í þriðja skiptið sem hún talaði við mig, ætlaði hún að reyna að redda einhverjum í djobbið. En við höfum ekkert heyrt. Ætli ég reyni ekki að hringja í hana á eftir.
Nú er aðal stresstíminn hafinn í vinnunni. Ég fann þessa tilfinningu sem ég fæ tvisvar á ári. Verður svona þungt að anda og hausinn þungur. Það er einhvern veginn allt að hellast yfir mann. Ég er að reyna að ljúka líka mörgum óloknum verkefnum, samtímis þessari tímabilsvinnu.
best að fara að vinna
kv. Elsa
Annars er bara allt í fína standi. Er að ná mér niður eftir síðustu helgi. Var næstum búin að krækja mér í ljósmyndara á djamminu um síðustu helgi. Á eftir að hringja og fá að vita hver staðan er þar. Ljósmyndarinn sem Arnar var búin að reyna að ná í var í 20 ára hópnum. Hún mundi eftir að tala við Arnar, en tjáði mér að hún ætlaði að taka langt sumarfrí, og við ættum að líta í kringum okkur. Svo eftir nokkur glös þá kom hún og sagðist ætla að hafa samband eftir helgi og sjá hvort hún gæti gert eitthvað fyrir okkur. Í þriðja skiptið sem hún talaði við mig, ætlaði hún að reyna að redda einhverjum í djobbið. En við höfum ekkert heyrt. Ætli ég reyni ekki að hringja í hana á eftir.
Nú er aðal stresstíminn hafinn í vinnunni. Ég fann þessa tilfinningu sem ég fæ tvisvar á ári. Verður svona þungt að anda og hausinn þungur. Það er einhvern veginn allt að hellast yfir mann. Ég er að reyna að ljúka líka mörgum óloknum verkefnum, samtímis þessari tímabilsvinnu.
best að fara að vinna
kv. Elsa


5 Comments:
Takk fyrir síðast!
Hlakka til að sjá boðskortin, er viss um að þau eru rosalega flott.
By
Anonymous, At
2:28 PM
Þá er bara að bíða spenntur og sjá hvort maður hafi verið svo heppin að vera á listanum :)
.....pisssstt ykkur er óhætt að bjóða okkur, við þurfum því miður að velja annað hvort ykkar eða okkar brúðkaup ;)
Væri samt alveg frábært að geta komið til ykkar, ég mæli með ferð saman bara síðar að skoða brúðarmyndirnar, spila, spila, spila meira, grilla, eta, drekka :)
By
Anonymous, At
7:00 PM
Líst meira en vel á það plan. Pssst þið komust á listan ;-) Kortið er á leiðinni.
By
Elsa, At
11:38 PM
Jibbbííí :)
By
Anonymous, At
6:44 AM
Hlakka til að sjá kortið. Það er alltaf gaman að fá boðskort í brúðkaup, sérstaklega þitt:)
By
Anonymous, At
10:31 AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home