Konurugl

Monday, May 28, 2007

Árgangsmót

Á laugardaginn fór ég á árgangsmót. 10 og 20 ára stúdentar hittust á sal FVA og vorum við viðstödd útskrift. Hörður tók okkur svo túrinn um skólann. Ótrúlega hefur skólinn hefur breyst á 10 árum.
Formlegt djamm hófst svo í Haraldarhúsi, þar sem Ingibjörg Pálma og Haraldur eru búin að koma upp myndasafni. Þar var vel tekið á móti okkur, með veglegum veitingum og píanóspili. Svo kom Steini úr Dúmbó og Steina og tók nokkur lög með okkur. Því var svo lokið með Kútter Haraldur fjöldasöngi, eftir að við fengum að vita söguna á bakvið nafnið á kútterinum. Þá var okkur skipt upp í tvo hópa 10 og 20 ára. 20 ára hópurinn var örugglega um 30 manns, meðan við hin vorum 10. Það var æðislega gaman að tala við krakkana. Við reyndum líka að láta soldið vel í okkur heyra, til að 20 ára vissu að við værum skemmtilegri. En við erum líka miklu skemmtilegra fólk :-)
Við fengum svo fordrykk í boði Gísla bæjastjóra í Safnahúsinu. Og að honum loknum borðuðum við með nokkrum kennurum. Nefndin stóð sig stórkostlega í að halda uppi stemmningu. Og svo spillti ekki fyrir góðir borðfélagar.
Eftir þetta lá leiðin svo á fjölbrautarskólaball vel merkt með grifflur og neonljós, en Bjarni Ármanns ætlaði greinilega ekki að týna okkur. Við vorum einu sem vorum mætt fyrir utan gæsluna og þroskaskertu krakkana. En þrátt fyrir allt var tekinn snúningur á dansgólfinu og svo byrjaði hljómsveitin að spila upp úr eitt, og þá tók fólk að streyma inn. Óléttínan húns Sigrún kom mér allgerlega á óvart og enntist til klukkan 2 (eða lengur) og það mikið til á dansgólfinu. Ég hitti mjög mörg gömul og ný andlit. Og svo vitanlega sópaði ég að mér karlpeningnum, he he. Smá EGO búst, þegar 10 árum yngri byrjar að sveima í kringum mann. Ekki svo mikið þegar 10 árum eldri eru í sama leik. Ég held að þetta verður samt í eina skiptið sem aldursbil aðdáendanna verður svona mikið. Ég held ég haldi mig bara við minn yndislega jafnaldra :-)
Eftir fjagra tíma dans, og þegar búið að kveikja á ljósunum og hljómsveitin hætt að spila, var ég tilbúin til að fara heim. En Viktor er svo sannfærandi og fékk mig til að koma með sér og konu sinni heim í eftirpartý þar sem manni var lofað söng og heitum potti.. Ég náði ekki einu sinni að stinga af. Þarna safnaðist saman góður hópur. Og var sungið undir morgun. Ég lagðist svo á koddan heima hjá Bex rétt fyrir kl. 6. Vá þetta rímar.

Ég fékk svo sannkallað húsmæðraorlof hjá Bexinu. Eftir mjög "hollan" hádegismat, fórum við í einkapottinn hennar og böðuðum okkur þar í sólinn fram eftir degi. Það var líka gott að láta nuddið taka á þreytunni í öllum vöðvunum.

Þetta er sko helgi sem ég á eftir að lifa á lengi. Elska að hitta svona marga, fá að spjalla við fólk, dansa, drekka og fá fullt af egobústi. Ég er mjög fegin að ég fór.

kv. Elsa queen of the night

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home