Gjafalistar
Við kláruðum síðustu kortin í gær, og fóru þau í póstin í morgun. Hef frétt af nokkrum sem eru búin að fá sín, og eru í skýjunum yfir því að fá að vera með :-)
Ég og Arnar lögðum af stað í leiðangur í gær. Gerðum gjafalista í Tékk Kristal og Búsáhöldum í Kringlunni. Ætla að láta gera gjafalista á einum stað í viðbót. Á eftir að fara að skoða.
Svo fer allt með ljósmyndaran að koma í ljós. Fæ að öllum líkindum ekki Ágústu, en Arnar er í sambandi við mann sem vill taka þetta að sér. Þannig að hvernig sem fer, þá sýnist mér við alla vega getað reddað þessu.
Nú er bara að klára accesories og fatnað á drengina tvo. Og förðunin er líka eftir. Pála gaf mér upp eitt símanúmer, sem ég á eftir að tékka á. Þetta er allt að smella saman. Þegar þetta er búið, þá ert allt tilbúið fyrir athöfnina sjálfa, nema kannski útfærslan á henni.
Annars lítur stjörnuspá Moggans ekki vel út fyrir okkur Arnar í þessum mánuði. Skv. minni þá mun nýtt samband hefjast. Og Arnar á að undirbúa sig líkamlega og andlega fyrir tilfinningalegt erfiði. Vona að spáin mín rætist ekki í mínu tilfelli, en ég væri mjög hamingjusöm, ef hún myndi rætast fyrir Sollu. Solla mín, það er víst einhver sem stendur þér nærri, jafnvel vinnufélagi, sagði spáin.
Jæja, ætla að láta hlekkja mig fasta heima svo ég geri enga vitleysu í þessum mánuði, vonast eftir betri spá í þeim næsta. Ég hefði kannski bara átt að lesa spánna fyrir krabban.
kv. Elsa
Ég og Arnar lögðum af stað í leiðangur í gær. Gerðum gjafalista í Tékk Kristal og Búsáhöldum í Kringlunni. Ætla að láta gera gjafalista á einum stað í viðbót. Á eftir að fara að skoða.
Svo fer allt með ljósmyndaran að koma í ljós. Fæ að öllum líkindum ekki Ágústu, en Arnar er í sambandi við mann sem vill taka þetta að sér. Þannig að hvernig sem fer, þá sýnist mér við alla vega getað reddað þessu.
Nú er bara að klára accesories og fatnað á drengina tvo. Og förðunin er líka eftir. Pála gaf mér upp eitt símanúmer, sem ég á eftir að tékka á. Þetta er allt að smella saman. Þegar þetta er búið, þá ert allt tilbúið fyrir athöfnina sjálfa, nema kannski útfærslan á henni.
Annars lítur stjörnuspá Moggans ekki vel út fyrir okkur Arnar í þessum mánuði. Skv. minni þá mun nýtt samband hefjast. Og Arnar á að undirbúa sig líkamlega og andlega fyrir tilfinningalegt erfiði. Vona að spáin mín rætist ekki í mínu tilfelli, en ég væri mjög hamingjusöm, ef hún myndi rætast fyrir Sollu. Solla mín, það er víst einhver sem stendur þér nærri, jafnvel vinnufélagi, sagði spáin.
Jæja, ætla að láta hlekkja mig fasta heima svo ég geri enga vitleysu í þessum mánuði, vonast eftir betri spá í þeim næsta. Ég hefði kannski bara átt að lesa spánna fyrir krabban.
kv. Elsa


4 Comments:
Ég ætla ekki í neina förðun. En væri alveg til í að vera í einhverjum fötum, liði pínu kjánalega að vera nakin að kinka kolli til ömmu, afa, foreldra, fjölskyldu, vina og ættingja.
En geri svo sem hvað sem er fyrir þig, verð nú að vera góður við þig í þessum mánuði til að geta djammað 21. júlí.
By
Anonymous, At
3:57 PM
Haha, það væri nátturlega bara brilljant fyndið að sjá nakinn brúðarguma (sem sagt brúðurinn búinn með peningna í eitthvað annað)
Góð hugmynd :)
Við fengum boðskortið frá ykkur í gær, æðislegt kort og takk æðislega fyrir boðið. Hins vegar þykir mér alveg hræðilega leiðinlegt að segja ykkur að við komumst ekki. Eiginlega gengur ekki að koma til ykkar og fljúga út aftur og gifta sig sjálfur strax :)
By
Dr. Hannes Hafsteinsson, At
7:30 AM
Vá þið eruð að fá póstinn ykkar jafnhratt og fólkið okkar heima.
By
Elsa, At
9:20 AM
er það :)
Samt var gjöfin sem ég sendi um daginn óeðlilega lengi á leiðna ;)
By
Anonymous, At
4:29 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home