Konurugl

Sunday, June 17, 2007

Vonbrigði

Fjölskyldan átti frábæran þjóðhátíðardag. En ég sit núna alveg miður mín við tölvuna. Við hittum Svavar "brúðkaupssöngvara" niðrí bæ, eftir gigg. En hann tjáði okkur að hann væri búinn að senda póst, því við vorum ekki búin að gefa honum nákvæma tímasetningu. Nema hvað að það kom í ljós að hljómsveitin hans er bókuð kl. 14 í Grímsnesi sama dag. Og ekki möguleiki að hann komist í tæka tíð. Ég reyndi ekki að hugsa um þetta þá, hélt bara áfram að skemmta mér í fjölskyldunni. Nú líður mér bara eins og allt sé á móti mér, ég er auðvitað dauðþreytt eftir langan og skemmtilegan dag, og kannski á ég eftir að sjá þetta í betra ljósi á morgun. Svavar var náttúrulega í öngum sínum yfir þessu. Hverjum hefði dottið í hug að "tónleika-ballhljómsveit" væri bókuð kl. 14. Við pössuðum okkur bara að hafa þetta ekki of seint fyrir hann.

Mér finnst einhvernvegin eins og við eigum eftir að gera allt.

4 Comments:

  • Það eru fleiri fiskar í sjónum!
    Hmm ætti kannski ekki að gefa þér hugmyndir.
    En þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Við nýtum okkur þetta bara til góðs.
    Það eru margir góðir möguleikar. Hér með lofa ég að koma með 10 hugmyndir fyrir rekkju á morgun.

    Kveðja, ÉG.

    By Anonymous Anonymous, At 8:51 PM  

  • This comment has been removed by the author.

    By Blogger Elsa, At 11:00 PM  

  • Nú nú.... eitthvað surprise!!!

    Annars er ég búinn að senda þér listann, hann var aðeins lengri en ég gerði ráð fyrir.

    By Anonymous Anonymous, At 11:01 PM  

  • Dem it ætlaði að eyða kommentinu áður en þú sæjir það.

    By Blogger Elsa, At 11:05 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home