Konurugl

Sunday, June 10, 2007

"Afmælið"

Í gær var afmælið sem allir voru búnir að bíða eftir í 1 ár. Solla byrjaði að plana og safna í fyrra fyrir 30 ára afmælinu sínu. Við mættum, og héldum fyrst að við værum á vitlausum stað. En svo sá maður andlit sem maður þekkti. Á boðstólnum voru kræsingar og nóg af alkahól. Borðin voru dekkuð eins og í besta brúðkaupi. Stundum var maður ekki viss um hvort þetta væri, vantaði bara brúðguman. Þarna var frábær veislustjóri, og fullt af frábærum sögum af Sollu. En Solla er líka einstök. Hún er alltaf brosandi og jákvæð. Og hún er óhemju opin um allt. Solla er snillingur sem er æðislegt að þekkja. Solla fæddist 4 klst á eftir mér. Hún er svona semi tvíburinn minn. Ég held samt að það sé ekki hægt að finna ólíkari manneskjur. Hún svona opin, og ég svona lokuð.

Ég er að hugsa um að hafa bara fjölskylduboð 22. júní, og halda bara svo vilt geim í okt/nóv, þegar við erum flutt í nýju íbúðina, það yrði þá svona afmælis/innflutnings partí. En þetta er eitthvað sem ég fór að hugsa þegar ég lá á koddanum í morgun, aldrei að vita að þetta verði allt breytt á morgun. Ég er samt bara svo mikil prinsip manneskja, mér finnst að maður eigi að halda upp á afmælið þegar maður á afmæli (eða allavega nærri því).

2 Comments:

  • Mæli með villtu geimi í tilefni afmælis hvort sem það verður 21. júní eða í okt/nóv:) Væri svooo til í að djamma með ykkur fyrst ég gat þeð ekki í Sollu afmæli.

    By Blogger Linda, At 1:39 PM  

  • Stefnir allt í að það verði í nýju húsnæði. Vonandi að þú verðir búin að jafna þig í okt/nóv.

    By Blogger Elsa, At 2:39 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home