Ég hlakka til
Ég er búin að setja nýtt kommentamet með síðustu færslu. Greinilegt hvað fólk sækist eftir. Slúður. Það sló mig soldið að sumir voru ekkert að samgleðjast mér :-( Ég tek það mjög nærri mér.
Ég er komin með förðunarkonu, hún hefur unnið mikið með Pálu, þannig að þær eiga auðvelt með að stilla sína vinnu saman. Ég er farin að hlakka til að láta stússast í kringum mig. Fæ að vera smá prinsessa. Ég er farin að hlakka til alls dagsins. Ég held að þetta muni allt ganga upp.
Annars er eitt sem alveg gleymist í þessu brúðkaupsstússi. Ég verð 30 ára eftir tæpar tvær vikur. Á þessum tíma í venjulegu árferði, þá væri ég líklega búin að gera gestalista, og ákveða veitingarnar. En einhvernvegin hef ég alveg gleymt að hugsa um þetta.
Þessa dagana er lífið mitt frekar leiðinlegt. Allir uppáhalds bloggararnir mínir hættir að blogga. Ég veit ekkert hvað ég á að gera í pásunum mínum í vinnunni. Ég er að pæla í að vera ofboðslega dugleg að blogga, svo ég geti lesið eigið blogg. Einhvernvegin verður maður að redda sér. Það er annaðhvort það eða að fara að hanga á barnalandi. Af þessum tveimur finnst mér mitt blogg skemmtilegra :-) Verið dugleg að kommenta, svo ég deyji ekki úr leiðindum.
kv. Elsa
Ég er komin með förðunarkonu, hún hefur unnið mikið með Pálu, þannig að þær eiga auðvelt með að stilla sína vinnu saman. Ég er farin að hlakka til að láta stússast í kringum mig. Fæ að vera smá prinsessa. Ég er farin að hlakka til alls dagsins. Ég held að þetta muni allt ganga upp.
Annars er eitt sem alveg gleymist í þessu brúðkaupsstússi. Ég verð 30 ára eftir tæpar tvær vikur. Á þessum tíma í venjulegu árferði, þá væri ég líklega búin að gera gestalista, og ákveða veitingarnar. En einhvernvegin hef ég alveg gleymt að hugsa um þetta.
Þessa dagana er lífið mitt frekar leiðinlegt. Allir uppáhalds bloggararnir mínir hættir að blogga. Ég veit ekkert hvað ég á að gera í pásunum mínum í vinnunni. Ég er að pæla í að vera ofboðslega dugleg að blogga, svo ég geti lesið eigið blogg. Einhvernvegin verður maður að redda sér. Það er annaðhvort það eða að fara að hanga á barnalandi. Af þessum tveimur finnst mér mitt blogg skemmtilegra :-) Verið dugleg að kommenta, svo ég deyji ekki úr leiðindum.
kv. Elsa


2 Comments:
Comment comment comment
Dagurinn verður æði, frá A til Ö, sjálf er ég búin að setja mitt á HOLD í bili, fer í það að spá í það eftir næstu viku.
Vertu dugleg að blogga, ég er sjálf farin að sakna mitt eigið blogg :)
Við skorum á ykkur svo bráðum í Catan :)
By
Anonymous, At
6:49 AM
Við erum alltaf til í CATAN. Eigum meiraðsegja núna Borgir og Riddarar, á íslensku.
Ég sendi þér fullt af orku í gegnum próflesturinn. Hugsaðu bara hvað pabbi þinn verður ánægður með þig þegar þú ert búin. Og ef það er eitthvað sem þig vantar þegar þið komið heim, pössun fyrir gríslingana eða eitthvað, endilega látið mig vita. Ari yrði bara ánægður með það.
By
Elsa, At
9:25 AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home