svefnleysi.com
Ég virðist ekki geta sofið á milli kl. 1-4 á næturnar. Þannig að ég ætla bara að nota tíman og blogga smá.
Helgin var fín. Arnar var náttúrulega gripinn glóðvolgur. Fór í lystflug, paintball, gera sig að fífli í vinnunni og svo sumarbústaða stráka þing eitthvað.
Ég hékk bara heima á meðan, með mjög skapillan streptokokkus. Við fórum svo á ættarmót hjá föðurfjölskyldu Arnars. Þetta var mjög næs. Og ekki spillti fyrir að komast að því að Solla vinkona væri frænka Arnars. Ha, tvíburasystir mín bara skyld kallinum mínum :-)
Sunnudagurinn var svo nýttur í brúðkaupsstúss. Fórum upp í sveit með Helga Reyni, aðaltónlistamanni. Við fengum náttúrulega lúxus móttökur eins og vanalega. Skoðuðum kirkjuna hátt og lágt og umhverfi hennar. Það er kannski minna mál að troða inn öllu fólkinu en okkur fannst. En planið er enn að vera úti. Er samt orðin frekar smeik um veðrið. Búið að vera allt of gott upp á síðkastið.
Við fórum og hittum Beggu í Skessubrunninum. Okkur var loksns hleypt inn að skoða salinn. Og vá hvað við erum fegin að hafa tekið þessa ákvörðun. Þetta er bara súper dúper flottur staður. Allt til alls, skjávarpi, tjald, hljóðkerfi, risa kælir, öll glös, bollar og bara allt. Begga mældi allt og spegúleraði. Hlakka til að fara að versla með henni.
Annars er bara allt að smella. Erum komin með allt fyrir athöfnina. Æfing í næstu viku. Erum að verða búin að kaupa allt sem þarf að kaupa. Nema þetta stærsta eins og áfengi, gos, kaffi, servíettur og skreytingar. Ætla að reyna að komast í blómvandapælingu á morgun.
Fékk prufugreiðsluna á sunnudagsköld, þar sem Pála kláraði að klippa og lita mig líka. Ég var svakalega ánægð með greiðsluna sem við völdum. Hlakka ekkert smá til að fara í prinsessuleik.
Jæja, ætla að reyna að sofna.
Svefnlaus í Brekkuseli
Helgin var fín. Arnar var náttúrulega gripinn glóðvolgur. Fór í lystflug, paintball, gera sig að fífli í vinnunni og svo sumarbústaða stráka þing eitthvað.
Ég hékk bara heima á meðan, með mjög skapillan streptokokkus. Við fórum svo á ættarmót hjá föðurfjölskyldu Arnars. Þetta var mjög næs. Og ekki spillti fyrir að komast að því að Solla vinkona væri frænka Arnars. Ha, tvíburasystir mín bara skyld kallinum mínum :-)
Sunnudagurinn var svo nýttur í brúðkaupsstúss. Fórum upp í sveit með Helga Reyni, aðaltónlistamanni. Við fengum náttúrulega lúxus móttökur eins og vanalega. Skoðuðum kirkjuna hátt og lágt og umhverfi hennar. Það er kannski minna mál að troða inn öllu fólkinu en okkur fannst. En planið er enn að vera úti. Er samt orðin frekar smeik um veðrið. Búið að vera allt of gott upp á síðkastið.
Við fórum og hittum Beggu í Skessubrunninum. Okkur var loksns hleypt inn að skoða salinn. Og vá hvað við erum fegin að hafa tekið þessa ákvörðun. Þetta er bara súper dúper flottur staður. Allt til alls, skjávarpi, tjald, hljóðkerfi, risa kælir, öll glös, bollar og bara allt. Begga mældi allt og spegúleraði. Hlakka til að fara að versla með henni.
Annars er bara allt að smella. Erum komin með allt fyrir athöfnina. Æfing í næstu viku. Erum að verða búin að kaupa allt sem þarf að kaupa. Nema þetta stærsta eins og áfengi, gos, kaffi, servíettur og skreytingar. Ætla að reyna að komast í blómvandapælingu á morgun.
Fékk prufugreiðsluna á sunnudagsköld, þar sem Pála kláraði að klippa og lita mig líka. Ég var svakalega ánægð með greiðsluna sem við völdum. Hlakka ekkert smá til að fara í prinsessuleik.
Jæja, ætla að reyna að sofna.
Svefnlaus í Brekkuseli


0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home