Konurugl

Thursday, July 12, 2007

Undirbúningsdagur

Búin að redda blómavendinum. Vá hvað ég var æðislega ánægð að taka mömmu með. Ég hefði örugglega endað á að kaupa bara tóma vitleysu án hennar. Ég lærði ný blómanöfn eins og krusi og fresja. Ég sem hélt að þetta héti allt rósir :-)

Í dag stússuðumst við Bex í skreytingarpælingum. Redduðum nánast öllu nema merkimiðum, "háborðinu" og skreytingum til að hafa úti.

Nú er ég svo búin að vera að setja upp borðaskipan. Þetta var nánast eins og gestalistinn, þessi var þarna eina stundina, og núna þarna. Soldið erfitt að púsla þessu þar sem borðin bjóða bara upp á 8-10 mans. Engin langborð. Held samt að flestir verði sáttir.

Það er ótrúlega skrítið að hlusta á fólk vera að pæla í hverju það ætlar að vera í, og svona stúss fyrir okkar brúðkaup. Gerir þetta svo raunverulegt. Finnst bara æðislegt að fólk sé að leggja það á sig að koma og dressa sig upp. Og svo gerði þetta soldið meira raunverulegra í dag, að við fengum okkar fyrstu brúðkaupsgjöf :-) En Henry sem er frá London sem Arnar er búinn að vinna mikið með í vetur (viðhaldið hans), lét Arnar fá pakka í dag, í lok vinnudags (fer heim á morgun). Þannig að núna getum við sko alls ekki hætt við, nema að skila gjöfinni :-)

Verðum svo að fara að ganga í rútumálin, eigum eftir að bjóða mörgum upp á það. Það eru reyndar skiptar skoðanir á heimilinu. Mig langar bara að bjóða fyllibittunum, en Arnar vill senda póst á alla. En þá eigum við í hættu á að þurfa að panta stærri eða fleiri rútur.

Ég svaf svo loksins í nótt, en ég tók 100% frí frá brúðkaupspælingum í gær.

kv. Elsa alsæla

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home