Konurugl

Monday, July 16, 2007

Fitubollan

Dagurinn í dag er búinn að vera ágætur. Fór í lokamátunina með mömmu. Þegar kom að því að renna upp kjólnum var það ekki hægt. Mér létti smá þegar hún sagði að kjóllinn hefði verið þrengdur. Þannig að ég þarf að mæta aftur á miðvikudag. Reyndar hékk hinn kjóllinn sem ég hafnaði uppi og er á lausu. Kannski voru þetta skír skilaboð. Það er ennþá hætta á að kjóllinn passi ekki á mig, ég held ég sé búin að bæta smá við mig, en kjóllinn var soldið þröngur fyrir.

Í dag fékk é frábært boð. Hrund og Milla buðu mér í mat á Vox. Þetta var svona lítil gæsun :-) Fékk meiraðsegja gjafabréf í Laugar. Ekkert smá sætar skvísur og svo var æðislegt að hitta þær. Við plönuðum allavega fasta hádegisverði. Það verður bara gaman.

Í gær fórum við í sveitina að taka til. Reita arfa og helluleggja. Þetta var svaka notarlegt að vera með fjölskyldunni hans Arnars, og fá kaffi, kvöldmat, eftirrétt og kvöldkaffi. Þetta er sko sveitin. Ari fékk svo að vaða í Leiránni, enda mikill hiti úti. Litlu strákarnir léku sér til kl. 23 og Ari tók engan lúr. Enda er hann ónýtur í dag.

Ég virðist fara afturábak í frásögn minni, því allt í einu langaði mig til að segja frá því hvað ég átti notarlega og afstressandi stund á laugardagskvöld, en þá komu Kristín og Kári í heimsókn. Við spiluðum smá Catana og svo Buzz. Hlakka til að geta spilað við þau oftar.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home