Konurugl

Friday, August 03, 2007

Líf eftir brúðkaup

Nú er ég komin úr viku sumarbústaðaferð. Ótrúlegt að nú séu tvær vikur síðan "dagurinn" var. Ég hafði sko ekki ímyndunaraflið í að átta mig á því hversu mikil áhrif svona einn dagur hefur. Þetta var bara yndislegur draumur og hvet ég alla til að láta verð að þessu, þetta var einn besti dagur lífs míns. En eins og ég hef tjáð nokkrum, þá var þetta mjög óraunverulegt brúðkaup. Ég var ekki gestur, og sá aldrei brúðhjónin. Fyrir mér mun þetta alltaf vera besta brúðkaupið sem ég hef farið í :-)

Maður áttaði sig líka í þessu öllu hversu einstaklega ríkur maður er. Ég á bestu vini og ættingja í heiminum, og líka frábært tengdafólk. Ég er svo fegin að hafa gert þetta með þetta stóran hóp í kringum okkur, hefði samt verið best ef við hefðum getað boðið öllum.

Sumarbústaðadvölin var fín. Ég og Arnar fengum einn sólahring frí frá Ara. Og notuðum hann til að spila Trivial pursuit, en ekki hvað...

Reyndar fékk ég bestustu morgungjöf frá Arnari, en hann stalst reyndar að til að gefa mér armband á brúðkaupsdaginn. En morguninn eftir fékk ég upp í hendurnar eintak af Harry Potter and the Deathly Hallows. Ég át hana upp til agna, við mikinn fögnuð Arnars, en ég sór af mér húsverkin og barnið á meðan lestrinum stóð. Barnið var farið að þrá athygli og einnig húsbóndinn. Við náðum þó að nýta tíman í hitt og þetta. Mamma og pabbi voru hjá okkur frá laugardegi til sunnudags. Við fórum með þeim að skoða Stöng og Þjóðveldisbæinn. Þá komu Skúli og Ásta í heimsókn. Gott að fá þau aftur heim frá Ástralíunni. Ara geð léttist svo á mánudeginum þegar Guðmundur Auðunn og foreldrar komu í heimsókn. Loksins leikfélagi. Tengdó kom svo með Sölva á þriðjudeginum, öðrum degi bjargað fyrir Ara. Við fórum með þeim í sund í Skeiðalaug á Brautarholti. Vá hvað það var næs. Við vorum ein í lauginni allan tíman. Ari sýndi sko ömmu sinni hvað hann er duglegur að synda, hoppa og kafa.

Við fórum einnig á Slakka með Ara, þar sem hann fékk endanlega golfdellu. Nú vill hann bara spila golf daginn út og inn. Hann hætti í miðjum rifrildum í dag, þegar hann sá að það var golf í sjónvarpinu, og settist upp í sófa og starði eins og ekkert hafði átt sér stað.

Í gær fórum við í Þjórsárdalslaug. Það var líklega mest sveitó laug sem ég hef farið í. Lengst inn í eyðimörkinni. Með sandhóla allt í kring. Klefarnir voru nánast útiklefar. Í einum klæddi maður sig, og svo fór maður út til að fara í sturtuna. Sundlaugin er líka mjög sérstök, alveg einstök. Ætli þetta sé ekki svokölluð vin í eyðimörkinni.

kv. Elsa sem er komin aftur í siðmenninguna

2 Comments:

  • Hæhæ og til hamingju með að vera orðin frú;o) Þetta var greinilega yndislegur dagur hjá ykkur. Á ekki að setja inn eina mynd eða svo af ykkur brúðhjónunum?:o)
    Er ekki annars kominn tími á hitting fljótlega?
    Bestu kveðjur
    Jóhanna (úr gamla góða LSH-genginu!)

    By Anonymous Anonymous, At 12:03 AM  

  • Ég fer örugglega bráðum að fara að setja inn myndir.

    Annars væri ég alveg til í að fara að hitta ykkur, ég þarf líka að fara að sjá skvísuna þína.

    By Blogger Elsa, At 10:18 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home