Aukin lífsgæði
Það er ótrúlegt hvað nýja íbúðin er að auka lífsgæðin hjá okkur og standardinn. Við höfum aldrei haft skáp í forstofu, nú fáum við stóran skáp í forstofu. Við höfuð aldrei verið með barnaherbergi, en nú fáum við tvö. Ari fær skáp fyrir fötin sín. Við erum að fá uppþvottavél og nýjan stóran ísskáp (okkar er 150 cm, getum bætt heilum 40 cm við okkur). Höfum hingað til þurft að vaska upp og reyna að nýta ísskápinn eins vel og við getum. Við getum fengið okkur frysti, sem getur reynst notadrjúgur þegar maður vill kaupa ódýran mat. Við eignumst okkar eigið þvottaherbergi og eigin geymslu. Og svo spillir ekki að við getum verið með þurrkara, en hingað til hefur stofan eða svefnherbergið verið undirlögð í þvottagrindum. Það er ótrúlegt að allt þetta verður hluti af okkar lífsstandard eftir rúmlega viku. Og það besta við þetta, að það er allt nýtt, enginn skýtur frá fyrrverandi eigendum. Þetta verður bara okkar skítur :-)


2 Comments:
Þetta verður bara æðislegt hjá ykkur. Það er sko möst hafa þurrkara og uppþvottavélin kemur sér vel, þá er hægt að nota tímann sem annars færi í að hengja upp og vaska upp í eitthvað mikið skemmtilegra.
By
Anonymous, At
3:21 PM
Lovely:)
Til lukku með hækkandi lifistandard.
By
Linda, At
10:59 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home