Konurugl

Thursday, September 06, 2007

Nálastunga 2, mæðraskoðun 1, sónar 1

Ég fór í nálastungu hjá Jónínu á þriðjudag. Það var virkilega notarlegt að koma til hennar. Spjölluðum og spjölluðum. Ég fann aftur til eymsla eftir tíman, en ekki eins lengi og síðast. Ég hef ekkert fundið til í grindinni, og engin ógleði í gær, og varla í dag heldur. Ég var næstum farin að æla í gær þegar ég tók kúk hjá Ara, því hann vill alltaf skoða og dást af stykkjunum sínum. Og svo kúgaðist ég í morgun, því Ari vildi sjá horið sitt í pappírnum. Yndislegt að eiga börn.

Í gær mættum við svo í mæðraskoðunina hjá Maggý. Hún var ánægð að sjá okkur aftur. Ég var heldur lág í járni, þarf að bæta mig þar. Svo var allt annað í fína standi. Ég er greinilega ekki komin úr æfingu í að pissa í glas. Hjartslátturinn heyrðist ekki, en það gerði það heldur ekki í fyrstu skoðun hjá Ara. Það liggur eitthvað voða djúpt á þessu legi mínu.

Í dag var svo sónar. Það var pínu léttir að sjá að það væri barn í maganum. Litla krílið var sko enginn letipúki eins og bróðurinn. Það var á fullu, veifandi, sparkandi, gapandi, voða gaman. Allir útlimir og innifli til staðar. Og hnakkaþykktin var fín. Okkur var flýtt til 9. mars. Á samt erfitt með að trúa þeirri mælingu. En held mig samt við það, þar sem heilbrigðiskerfið mun halda sig við það þar til annað kemur í ljós. Er því komin 13 v og 4 daga.

smús,
Elsa og marsbúinn

1 Comments:

  • Flottur dagur, 9. mars, þá á Haukur bróðir minn afmæli og hann var sko rólegasta barn sem sögur fara af. Kippti sér ekki upp við það að eiga ofvirk eldri systkini. Ég held reyndar að maður viti oft betur heldur en heilbrigðiskerfið. Ég var alltaf með 14. júlí í huga fyrir Kristinn en var sett 9. júlí. Hann fæddist svo 13.

    Gulla

    By Anonymous Anonymous, At 7:42 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home