Vinkonur að eilífiu
Ég ætla að hætta mér út á mjög hála braut núna, sem ég vona að endi ekki með vinkvennaslitum. Þetta er bara orðin of heit umræða í gamla vinkvennahópnum.
Í GME (gleym-mérei) klúbbnum eru vinkonur frá í fjölbrautaskóla. Við áttum margt sameiginlegt á þeim tíma, þegar lífið snerist um djamm og slúður. Okkur leið öllum vel saman í frímínútunum. Við erum þó margar hverjar ólíkar og með ólíkan bakgrunn. Það sem tengdi okkur svo órjúfanlegum böndum var Krissa.
Þegar ég var sem óþekkust og lét sem minnst sjá mig heima, fékk ég oft skammarræðu frá mömmu um að fjölskyldan skipti meira máli en vinirnir. Fjölskyldan myndi alltaf vera til staðar, en æskuvinirnir myndu hverfa úr lífi manns, því þeir vaxa frá manni, leita á önnur mið. Það var reynsla mömmu. Allar hennar vinkonur hurfu úr hennar lífi. Enda var hún ung mamma, og var farin að gera aðra hluti.
Við vinkonurnar erum ótrúlega heppnar að eiga hvora aðra að. En eins og ein hefur bent á þá er margar hverjar manneskjur sem maður myndi líklega ekki kynnast í dag, ef maður þekkti þær ekkert. Ég held að ef ég og Þórey myndum hittast fyrst í dag, ég efast um að við myndum fíla hvora aðra við fyrstu kynni. Og ég fengi líklega ekkert fá tækifæri til að kynnast Bexinu. En ég á þennan fjársjóð núna, ég er svo heppin að hafa kynnst þeim snemma. Og ég myndi aldrei í lífinu vilja skipta þeim út fyrir eitthvað annað.
Ég á nýja vini í dag. En samskipt við þær eru oft yfirborðskenndari. Maður reynir að vera fullkominn í þeirra augum og hleypur þeim ekki inn í neikvæðuhliðarnar sínar. Gömlu vinkonurnar vita að ég er löt, sóði, einfari, og allt þetta neikvæða sem ég vona að þessar nýju komast ekki að. Jæja ok þetta er komið á opinn vef. Og hafa örugglega slúðrað um marga aðra neikvæða hluti í mínu fari, því þannig er það bara.
Bexið er mín elsta og kærasta vinkona og ég elska hana út af lífinu.
Ég kynntist Gullu í 6 ára bekk, og hún er sú vinkona sem ég á sennilega mest sameiginlegt með í dag, og mér þykir rosalega vænt um hana.
Lindu fékk ég svo að kynnast fljótlega í barnaskóla. Við prökkuruðumst saman og skemmtum okkur ævinlega vel saman. Það er mjög gott að eiga hana að. Hún er hluti af lífi mínu, sem ég er ekki tilbúin til að skilja við.
Þórey og ég náðum strax mjög vel saman sem unglingar. Líf okkar hafa þróast á mjög ólíka vegu. Ég gæti ekki lifað án hennar, hún er mesti trúnaðarmaðurinn minn í dag.
Dagrún, Solla, Magga, Sigrún, Hulla glæða líf mitt hver á sinn einstaka hátt. Þær eru allar perlur, sem ég vil ekki tína úr festinni minni.
Línu þekki ég ekki nógu vel í dag, enda hittum við hana of sjaldan. En við áttum góðar stundir í den sem ég mun alltaf varðveita í von um að fá að kynnast henni aftur.
Ég myndi pottþétt ekki velja mér þessar vinkonur í dag, en ég myndi þá ekki vita hvað ég væri að missa af miklu. Ég er svo ánægð að þið hafið ekki horfið úr lífi mínu, því þið eruð hluti af því. Ég vona að við verðum vinkonur að eilífu. Hittumst á elliheimilinu elsku kellur.
Í GME (gleym-mérei) klúbbnum eru vinkonur frá í fjölbrautaskóla. Við áttum margt sameiginlegt á þeim tíma, þegar lífið snerist um djamm og slúður. Okkur leið öllum vel saman í frímínútunum. Við erum þó margar hverjar ólíkar og með ólíkan bakgrunn. Það sem tengdi okkur svo órjúfanlegum böndum var Krissa.
Þegar ég var sem óþekkust og lét sem minnst sjá mig heima, fékk ég oft skammarræðu frá mömmu um að fjölskyldan skipti meira máli en vinirnir. Fjölskyldan myndi alltaf vera til staðar, en æskuvinirnir myndu hverfa úr lífi manns, því þeir vaxa frá manni, leita á önnur mið. Það var reynsla mömmu. Allar hennar vinkonur hurfu úr hennar lífi. Enda var hún ung mamma, og var farin að gera aðra hluti.
Við vinkonurnar erum ótrúlega heppnar að eiga hvora aðra að. En eins og ein hefur bent á þá er margar hverjar manneskjur sem maður myndi líklega ekki kynnast í dag, ef maður þekkti þær ekkert. Ég held að ef ég og Þórey myndum hittast fyrst í dag, ég efast um að við myndum fíla hvora aðra við fyrstu kynni. Og ég fengi líklega ekkert fá tækifæri til að kynnast Bexinu. En ég á þennan fjársjóð núna, ég er svo heppin að hafa kynnst þeim snemma. Og ég myndi aldrei í lífinu vilja skipta þeim út fyrir eitthvað annað.
Ég á nýja vini í dag. En samskipt við þær eru oft yfirborðskenndari. Maður reynir að vera fullkominn í þeirra augum og hleypur þeim ekki inn í neikvæðuhliðarnar sínar. Gömlu vinkonurnar vita að ég er löt, sóði, einfari, og allt þetta neikvæða sem ég vona að þessar nýju komast ekki að. Jæja ok þetta er komið á opinn vef. Og hafa örugglega slúðrað um marga aðra neikvæða hluti í mínu fari, því þannig er það bara.
Bexið er mín elsta og kærasta vinkona og ég elska hana út af lífinu.
Ég kynntist Gullu í 6 ára bekk, og hún er sú vinkona sem ég á sennilega mest sameiginlegt með í dag, og mér þykir rosalega vænt um hana.
Lindu fékk ég svo að kynnast fljótlega í barnaskóla. Við prökkuruðumst saman og skemmtum okkur ævinlega vel saman. Það er mjög gott að eiga hana að. Hún er hluti af lífi mínu, sem ég er ekki tilbúin til að skilja við.
Þórey og ég náðum strax mjög vel saman sem unglingar. Líf okkar hafa þróast á mjög ólíka vegu. Ég gæti ekki lifað án hennar, hún er mesti trúnaðarmaðurinn minn í dag.
Dagrún, Solla, Magga, Sigrún, Hulla glæða líf mitt hver á sinn einstaka hátt. Þær eru allar perlur, sem ég vil ekki tína úr festinni minni.
Línu þekki ég ekki nógu vel í dag, enda hittum við hana of sjaldan. En við áttum góðar stundir í den sem ég mun alltaf varðveita í von um að fá að kynnast henni aftur.
Ég myndi pottþétt ekki velja mér þessar vinkonur í dag, en ég myndi þá ekki vita hvað ég væri að missa af miklu. Ég er svo ánægð að þið hafið ekki horfið úr lífi mínu, því þið eruð hluti af því. Ég vona að við verðum vinkonur að eilífu. Hittumst á elliheimilinu elsku kellur.


6 Comments:
Svo sammálá þér.
Elska þig!
Kveðja, Bexið
By
Anonymous, At
8:39 PM
Og ég er líka svo sammála þér. Get ekki hugsað mér lífið án þess að hafa kynnst ykkur öllum.
Ég eiginlega vil ekki hugsa hvar ég hefði endað án ykkar og þín:-)
Takk takk og við verðum góðar á elliheimilinu:-)
kveðja Þórey
By
Anonymous, At
8:49 PM
Frábær pæling hjá þér Elsa. Mér hefur reyndar greinilega tekist að missa af þessu óveðri á GME, en það vill nú alltaf verða þannig að þegar slatti af kvenfólki situr saman í hóp geta orðið sterk skoðanaskipti og stundum skrýtin ;o)
Ég hef nú fengið nokkur skotin fyrir að koma ekki í hittinga og finnist þið bara leiðinlegar og vilji bara ekkert vera með. Fyrir alla muni, það er sko EKKI málið.
Anyways, þá vona ég að storminn lægji fljótlega og að öll dýrin í skóginum verði vinir :D
Kv. Lína
By
Anonymous, At
8:58 AM
Já, ætli það sé ekki ég sem beri ábyrgð á þessu "fjaðrafoki" sem ég vil nú meina að sé ekki neitt neitt þrátt fyrir allt og ég hafi sennilega heyrt minnst af og fæstar í rauninni. Ætli þetta hafi ekki verið bara umræða nokkurra um færslu sem ég skrifaði á blogginu mínu sem ég vísa í hérna www.blog.central.is/gullaerla Ég kannski orðaði hana klaufalega, en það var ekkert meint nema gott með henni. Og ég stend og fell með því sem ég sagði um þennan vinkonuhóp og er í hnotskurn þetta:
Við hittumst sjaldan!! (sem veldur meðal annars sú staðreynd að við erum allar mjög busy konur)
Það er alltaf hrikalega gaman þegar við hittumst!!
Við erum ólíkar, höfum að mörgu leyti vaxið í sundur!!
...en þrátt fyrir allt þá tengjumst við allar einhverjum böndum, ekki síst vegna Krissu en líka af því að erum líka búnar að bralla ýmislegt saman í gegnum tíðina.
Gulla....sem verður víst að vera sú sem ruggar bátnum
By
Anonymous, At
9:50 AM
Gulla mín, þú berð enga ábyrgð. Þú ert rétt svo báturinn í þessu tilfelli. Við verðum bara allar að leggjast í naflaskoðun. Ég veit allavega fyrir mitt leiti að mér líður mjög vel með ykkur, og vil hitta ykkur sem oftast. Þetta var ekkert svo sem óveður, bara smá gola, pirringur í fólki. Mér leið bara illa yfir því að fólk gæti ekki verið ánægt og vildi koma mínum pælingum á blað. Og tókst allavega að vera ekki misskilin :-)
By
Elsa, At
10:11 AM
Ég tók naflaskoðun fyrir margt löngu og hlutirnir eru alveg eins og ég vil hafa þá núna. Allar vinkonur á sínum stað:)
Það er líka gott að fá smá rok annað slagið það verður bara betra loft á eftir.
Elska ykkur allar, hverja á sinn einstaka hátt.
Lindos.
By
Linda, At
4:34 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home