Konurugl

Wednesday, October 10, 2007

Arinn minn

Hann Ari er á svo fyndnum aldri núna. Hann var að reyna að finna litla barnið sparka, og var búin að dunda sér við það í smá stund. Svo fann hann hár af mér (en sumir vita að hann er svakalegur hárfíkill, og borðaði hár, fær sér stundum smakk núna), og byrjaði að reyna að troða því í naflan. "Ég er að gefa litla barninu að borða". Svo hélt hann svona áfram í smá stund, þar til hann gafst upp "Oh litla barnið vill ekki borða", þegar ekkert gekk.

Í dag fylgdist hann með sóparanum sópa laufblöðin á gangstígnum á bakvið hús. Bíllinn var búinn að fara nokkrar ferðir. Stuttu eftir að hann var farinn, kíkti Ari út aftur. "Vá, hann setti öll laufblöðin á trén" Þegar hann sá laufblöðin á trjánum.

Við flytjum væntanlega loksins um helgina.

Ég er komin með ágætis bumbu. Örugglega margir sem eru að pæla í því hvort ég sé orðin svona feit, eða kannski ólétt. Annars er þessi vika bara búin að vera þægileg. Ari reyndar veikur og búinn að vera algjör orkusuga í dag. En lá allan daginn á mánudaginn. Tók lúr með honum og voða næs.

1 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home