Konurugl

Tuesday, October 23, 2007

20 vikur og sónar

Nú færist fjör í leikinn. Nú er ég hálfnuð. Í gær minnkaði ég vinnuna í 70%. Er hætt að vinna á miðvikudögum. Við erum með leiðinlegasta heimilislækni í heimi, og hefði ég hætt hjá honum, ef ég væri ekki svona ánægð með mæðraskoðunina. En ég var full sjálfsásökunar eftir að ég kom út. Maður hugsaði eiginlega, já það er sennilega ekkert að mér. Það liggur við að ég hafi verið hamingjusöm að hafa ekki getað gert húsverkin í gær vegna verkja. Ha, ha, ég er sko víst með grindargliðnun.

20 vikna sónar í dag. Þvílíkt fjör hjá snickers. Það voru bara allir útlimir á fullu. Öll líffæri litu vel út og næstum allir útlimir á sínum stað. Vantaði bara einn útlim, en þarna var engan pung og tippi að finna. Við foreldrarnir vorum sko samt ekki alveg viss, þar sem við áttum að geta séð einhver tvö hvít strik. Er ekki alveg viss um að ég hafi séð þau. Þarna er allavega mikil fimleikdrottning á ferð. Ótrúlegustu æfingar sem hún sýndi. Við verðum örugglega hlaupandi á eftir þessu barni.

kv. Elsa og hún snickers

2 Comments:

  • Til hamingju með stelpuskottið!!!!!!!!!!!!!!!
    Gangi ykkur últra vel á seinni helming meðgöngunnar. Svo er það þú en ekki læknirinn þinn sem er með grindargliðnun, þar af leiaðndi veist þú hvað þér er fyrir bestu, ekki hann!!!!

    By Anonymous Anonymous, At 1:11 PM  

  • Til hamingju með píuna :)

    By Anonymous Anonymous, At 3:43 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home