Konurugl

Tuesday, October 16, 2007

Stjörnuhrap, snickers og ég

Flutningarnir eru liðnir. Skiluðum lyklunum af Brekkuselinu í gær, eftir að einhver pimp og mellurnar tvær komu til að þrífa íbúðina. Hún var sem betur fer hreinni en ég þorði að vona, eftir að ég sá þetta fólk í návígi.

Flutningarnir gengu hratt fyrir sig. Hlutirnir voru nánast rifnir úr höndunum á mér. En þetta gerðist á mettíma. Þó að flutningarnir hafi klárast fljótt, þá áttum við eftir að flytja ísskáp og borð til Adda og Lilju. Fara með rusl í Sorpu. Svo þurftum við að skila flutningabílnum. Ari var í skýjunum, því hann fékk að vera í flutningabílnum. Nú talar hann varla um annað. Við vorum komin aftur í hús um kvöldmataleiti. Svo fékk Ari að vígja baðkarið og beint upp í rúm. Þannig að fyrsti dagurinn var stuttur. Ari sefur hjá okkur, herbergið hans er allt í drasli, og stærsta vandamálið sem við glímum við, er að rúmið hans passaði ekki í herbergið. Þannig að það verður einhver tími þar til hann verður kominn þar inn.

Fyrst nóttin var yndisleg. Ég vaknaði klukkan fimm í pissuferð. Ég var sem betur fer ekki búin að setja neitt fyrir gluggana. En þarna lá ég og snickers, sem sparkaði kröftulega. Stjörnurnar skinu skært, og ég fékk að sjá eitt stykki stjörnuhrap. Alveg yndisleg stund. Eitt barn að sparka í mig að innan og hitt að utan.

Ég og Ari eyddum deginum saman í Tröllakór í gær. Ari var ekki alveg tilbúinn til að yfirgefa heimilið strax. Ég náði að gera eitthvað. Náði að setja mest allt eldhúsdótið í skápa. Nú langar mig bara í allt úr burstuðu stáli. Ætla að reyna að skipta um lit á hrærivélinni, og svo er kominn tími á að kaupa örbyglju0fn (poppofn). Enn er mikið drasl og mikið verk fyrir höndum. En þetta mun gerast í rólegheitum.

kv. Elsa tröllskessa.

4 Comments:

  • hlakka til að koma í heimsókn!

    By Anonymous Anonymous, At 3:25 PM  

  • Innilega til hamingju með nýja heimilið. Hlakka til að koma í sveitina, þekki engan sem býr jafn langt inni í Kópavogi í þið:)
    Knús og kossar.

    By Blogger Linda, At 9:52 PM  

  • Til hamingju, ég kíki fljótlega:-)

    By Anonymous Anonymous, At 9:14 AM  

  • Til hamingju aftur. Hlakka til að kíkja í heimsókn. Sé fyrir mér alveg úber flotta íbúð!!!!

    By Anonymous Anonymous, At 12:35 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home