Eyrnabólga!!!!!
Nýjast nýtt í óléttusögu minni er eyrnabólga. Já he, he alveg eins og litlu börnin. Byrjaði að finna verki á mánudag, og um kvöldið voru þeir orðnir óbærilegir. Þar sem þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í þessu, þá leitaði ég að upplýsingum á netinu. Ég sofnaði svo sæl, loksnins eftir heitan bakstur við eyrað og paratabs. Svo byrjaði að blæða. Ég komst að á læknavakt á þriðjudag. Ég þurfti reyndar að taka Ara með mér þar sem Arnar var erlendis. Læknirinn skrifaði upp á pensilín, en gafst upp á að finna dropa handa mér, þar sem Ari "þóttist" vilja pissa. En honum langaði svo að þvo sér um hendurnar þegar hann sá vaskana hjá lækninum. Þegar á klóstið var komið, var náttúrulega ekkert piss.
Ég var voða sæl með pensilínið. En síðan er búið að vera að blæða og blæða og blæða. Alltaf þegar ég held að það sé hætt að blæða byrjar það aftur. Tók mér frí á miðvikudag, var með smá hita, er reyndar enn með kommur. Og mætti svo aftur til leiks í gær, enda fannst mér asnalegt að vera í fríi vegna eyrnabólgu. Hefði alveg mátt láta það vera að mæta, því ég var svo slæm í gærkvöldi og nótt. Og nú á ég erfitt með að borða út af bólgu. GRENJ. Jæja, vonandi nennti einhver að hlusta á vælið mitt.
Aðal djammið í vinnunni er svo í kvöld og mig langar svoooo að fara, veit ekki hvað ég á að gera.
kv. Elsa eyrnabólga
Ég var voða sæl með pensilínið. En síðan er búið að vera að blæða og blæða og blæða. Alltaf þegar ég held að það sé hætt að blæða byrjar það aftur. Tók mér frí á miðvikudag, var með smá hita, er reyndar enn með kommur. Og mætti svo aftur til leiks í gær, enda fannst mér asnalegt að vera í fríi vegna eyrnabólgu. Hefði alveg mátt láta það vera að mæta, því ég var svo slæm í gærkvöldi og nótt. Og nú á ég erfitt með að borða út af bólgu. GRENJ. Jæja, vonandi nennti einhver að hlusta á vælið mitt.
Aðal djammið í vinnunni er svo í kvöld og mig langar svoooo að fara, veit ekki hvað ég á að gera.
kv. Elsa eyrnabólga


4 Comments:
Þú verður bara að fá rör fyrir kvöldið :D
Gulla
By
Anonymous, At
3:02 PM
sendi þér góða strauma *batnibatnibatn*
By
Anonymous, At
10:24 PM
Láttu þér batna skvísa, batnistraumar úr Keflavíkinni:)
By
Anonymous, At
11:33 PM
Æ en hræðilegt. Vona að þér sé batnað núna.
Linda
By
Anonymous, At
11:27 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home